Trúðar og samskipti Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:30 Kátir trúðar á námskeiði. Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is. Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is.
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira