
Rafrettur – úlfur í sauðargæru?
Rafrettur eru lítið rannsakaðar
Það er innan við áratugur síðan rafrettur voru markaðssettar á Vesturlöndum og rannsóknir á öryggi þeirra eru afar takmarkaðar. Í upphafi voru rafrettur taldar skaðlausar en nýlegar rannsóknir benda eindregið til þess að svo sé ekki. Það að rafrettur séu minna skaðlegar en venjulegar sígarettur réttlætir ekki notkun þeirra.
Rafrettur eru ekki betri en aðrir nikótíngjafar
Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikotínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta út sígarettum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur. Því eru engar vísbendingar um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikóktíninu er blandað við og eimast við bruna í rafrettum, er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur skaðleg efni eins og formaldehýð sem getur verið krabbameinsvaldandi. Fleiri skaðleg efni hafa mælst í rafrettuvökva og nýleg rannsókn hefur nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns getur valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða. Rannsóknir á langtímaáhrifum rafretta vantar og því vitum við ekki um skaðsemi þeirra þegar til lengri tíma er litið. Það mun taka áratugi þar til ljóst verður hver langtímaáhrif rafretta á heilsu eru.
Staðan á Íslandi
Ljóst er að rafrettur hafa náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi, ekki síst meðal unglinga. Nikótín er mjög ávanabindandi efni, jafnt í rafrettum sem öðrum nikótíngjöfum eins og sígarettum, og hefur ýmis skaðleg áhrif, t.d. á hjarta- og æðakerfi. Sú staðreynd að þeir sem byrja að nota rafrettur geta síðar ánetjast sígarettum veldur áhyggjum. Rafrettuvökvi getur verið hættulegur börnum og valdið nikótíneitrun ef börn gleypa hann. Því miður eru engar reglur eða lög um notkun rafretta hér á landi. Því er algeng sjón að sjá fólk reykja rafrettur á almenningsstöðum eins og veitingahúsum og stofnunum. Þetta er ólíðandi enda þurfa þeir sem eru nálægt þeim sem reykir að anda að sér gufunni, sem bæði inniheldur nikótín og önnur eiturefni.
Hefta verður útbreiðslu rafretta
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við útbreiðslu rafretta og hvetur ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra auk þess að mælast til að sömu lög gildi um rafrettur og sígarettur. Við teljum mikilvægt að slík lög verði sett hér á landi, ekki síst til að vernda rétt þeirra sem ekki kjósa að anda að sér gufum frá rafrettum. Á Íslandi hefur stefna í tóbaksforvörnum skilað góðum árangri. Með því að leyfa rafrettureykingar er hætta á að afturför verði á þeim mikilvæga árangri sem stuðlað hefur að bættri heilsu þjóðarinnar. Gerum ekki sömu mistök og þegar sígarettur voru markaðssettar. Það gæti reynst okkur dýrkeypt því rafrettur gætu reynst úlfur í sauðargæru.
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ – Fræðslu og forvarna og formaður stjórnar Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala og varaformaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Gunnar Guðmundsson, prófessor og lungnalæknir á Landspítala
Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala
Hans Jakob Beck, lungnalæknir og yfirlæknir lungnasviðs Reykjalundar
Hrönn Harðardóttir, lungnalæknir á Landspítala
Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala og formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands
Kristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands
Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands
Lára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
Sigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir á Landspítala
Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga
Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala
Þórarinn Guðnason, hjartalæknir á Landspítala
Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítala
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar