

Menntun skal metin til launa
Það er umhugsunarvert að í stað þess að gera sitt til að koma í veg fyrir verkföll og ganga til samninga um málefnalegar kröfur aðildarfélaga BHM, kröfur sem að mati BHM fóru saman við hagsmuni ríkisins, kaus ríkisvaldið að efna til ófriðar við starfsfólk sitt hjá mörgum af lykilstofnunum hins opinbera. Þá afstöðu munu félagsmenn BHM seint skilja.
Menntunarákvæði gerðardóms
Gerðardómur sýndi kröfum BHM meiri skilning en samninganefnd ríkisins. Í niðurstöðu hans segir m.a.: „Þegar allt er skoðað er það mat gerðardóms að ákvörðun hans feli ekki í sér meiri hækkun en þegar hefur verið samið um í öðrum kjarasamningum og því ekki til þess fallin að valda efnahagslegum óstöðugleika umfram aðra kjarasamninga sem nú þegar hafa verið gerðir.“ Þessu hafði margoft verið haldið fram við samningaborðið. Að auki steig gerðardómur mikilvægt skref með því að viðurkenna kröfu BHM um að háskólamenntun skuli metin til launa með sérstöku menntunarákvæði sem skal útfært fyrir 1. júní 2016.
Það er mikilvægt að hafa í huga að lög nr. 31/2015 og niðurstaða gerðardóms er ekki fengin í frjálsum samningum aðila á vinnumarkaði og bindur hendur aðildarfélaganna 18 til ágústloka 2017 en félögunum er óheimilt að knýja fram breytingar með vinnustöðvunum á gildistíma dómsins.
Aðalkrafa BHM um að menntun skuli metin til launa er sem fyrr segir byggð á málefnalegum sjónarmiðum og sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsfólks þess. Því er það BHM undrunarefni að niðurstaða sem fengin er með þessum hætti skuli vera orðin viðmið allra annarra á íslenskum vinnumarkaði.
Hvað er þetta SALEK?
BHM tekur þátt í samstarfi aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi undir hatti Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagslegar forsendur kjarasamninga (SALEK). Á vettvangi nefndarinnar hefur verið unnið að upplýsingaöflun og skýrslugerð um vinnumarkaðinn í aðdraganda kjarasamninga áranna 2013 og 2015. Frá því í haust hefur nefndin rætt möguleika á innleiðingu samningamódels fyrir íslenskan vinnumarkað að norrænni fyrirmynd. Í því sambandi er gott að hafa í huga að á Norðurlöndunum eru samningamódelin langt frá því að vera eins þótt ákveðnir grunnþættir á vinnumarkaði séu sambærilegir. BHM tekur þátt í þessu mikilvæga starfi af metnaði og bindur vonir við að samstaða náist um breytt og bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð á grundvelli efnahagslegs stöðugleika og jafns vaxtar kaupmáttar til langs tíma. Innan slíks kerfis þarf samfélagslegt mikilvægi háskólamenntunar að njóta skilnings og sannmælis.
Vert er að benda á að í nágrannalöndum okkar byggir samningalíkanið á náinni samvinnu heildarsamtaka vinnumarkaðarins og stjórnvalda, sem gegna lykilhlutverki í því að viðhalda trausti og samstöðu um það. Breið samstaða á vettvangi verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórnvalda er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að innleiða íslenskt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Slíkt líkan þarf t.a.m. að þola ríkisstjórnaskipti og mannabreytingar í forystuliði vinnumarkaðarins.
Formenn aðildarfélaga BHM hafa vaxandi áhyggjur af stöðu yngsta hópsins innan raða bandalagsins. Kynslóð þeirra sem nú eru á þrítugs- og fertugsaldri ber þungar byrðar á Íslandi eftir-hrunsáranna. Húsnæðis- og lánakjör sliga marga fjölskylduna. Endurgreiðslur námslána nema tæpum mánaðarlaunum ár hvert. Nýsköpun á vinnumarkaði er með minnsta móti og velferðarkerfið þykir ekki lengur sérstök ástæða til búsetu hér á landi. Staðan er í einu orði sagt óviðunandi.
Innan BHM eru 28 aðildarfélög háskólamenntaðra sem starfa hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði. 65% félagsmanna eru konur. Hlutfall félagsmanna sem starfa í einkageiranum fer vaxandi. Það er brýnt samfélagslegt verkefni að skapa forsendur fyrir öfluga nýsköpun og metnaðarfulla almannaþjónustu, þannig að háskólamenntað fólk sækist eftir því að lifa og starfa á Íslandi. Þannig er framtíðarhagsmunum samfélagsins alls best þjónað.
Skoðun

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar