Charlie Hebdo minnist þess að eitt ár er liðið frá árásinni á skrifstofur blaðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2016 23:30 Sérstakt eintak af ádeilublaðinu Charlie Hebdo kom út í dag. Vísir/EPA Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15
Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36
Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39