Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 79-68 | Sigurganga Stólanna heldur áfram á nýju ári Ísak Óli Traustason á Sauðárkróki skrifar 7. janúar 2016 21:45 José María Costa er búinn að koma Stólunum á sigurbraut. Vísir/Ernir Það var ekki mikið um dýrðir þegar að Tindastóll vann sigur á ÍR í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld 79–68. Menn voru heldur ryðgaðir eftir jólafríð í byrjun leiks , heimamenn leiddu þó eftir fyrsta fjórðung naumlega 18–17. Það var boðið upp á sömu rólegheitin í öðrum fjórðung og leiddu heimamenn leikinn í hálfleik 36-32. Jonathan Mitchell, leikmaður ÍR var manna hressastur hjá gestunum í fyrri hálfleik og Jerome Hill var góður hjá heimamönnum. Leikurinn hélt áfram að vera jafn og spennandi þó að hraðinn væri ekki upp á marga fiska og leiddu heimamenn áfram eftir þriðja leikhluta 56–53. Tindastóll reyndust þó sterkari í lokafjórðungnum og leikmenn og sigruðu hann 23–15 og því reyndust lokatölur í leiknum verða 79–68 fyrir heimamenn. Leikmannahópur ÍR var heldur þunnur og þurftu byrjunarliðsmenn nánast að spilla allan leikinn, þeir sýndu þó frábæra baráttu gegn breiðum hóp heimamanna. Hjá ÍR endaði Jonathan Mitchell glimrandi góðan leik sinn með 26 stig og 7 fráköst, Sveinbjörn Claessen átti einnig góðan leik með 18 stig, aðrir komust ágætlega frá sínu. Hjá heimamönnum var Jerome Hill með tvöfalda tvennu, 25 stig og 12 fráköst. Darrel Lewis skilaði sínu með 17 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og Pétur Rúnar Birgisson var góður í kvöld með 15 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst. Darrell Flake kom einnig sterkur inn af bekknum og setti niður góðar körfur í lok leiks. Eftir leikinn eru Stólarnir í 7. sæti með 14 stig en liðin í sæti 3 -7 eru öll með 14 stig. ÍR eru í 10. sæti með 8 stig.Helgi: Menn voru ennþá með jólasteikina Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld ,,menn voru ennþá með jólasteikina held ég bara, þetta var ljótur sigur en sigur og við tökum það”, sagði Helgi. „Við spiluðum ágætis varnarleik á móti þeim og við ætluðum að halda Mitchell miklu neðar í stigaskori en þeir skora ekki nema 68 stig sem lið og það er flott”, sagði Helgi. Aðspurður út í þunnan leikmannahóp gestanna sagði Helgi: „Það var búið að tala svolítið um það að keyra á þá og ef að þetta yrði jafn leikur þá myndum við síga fram úr í fjórða og við gerðum það”. „Við höldum bara okkar striki og höldum áfram að æfa og förum í næsta leik á föstudaginn næsta”, sagði Helgi að lokum.Borce: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum Borce Ilievski, þjálfari ÍR hafði eftirfarandi að segja um leikinn við blaðamann. „Þetta var erfiður leikur, Tindastóll eru með eitt besta liðið í deildinni, ég bjóst við erfiðum leik”. Hann var þó ánægður með spilamennsku sinna manna „Ég er mjög ánægður með leik minna manna, við spiluðum jafnan leik og úrslit hans gefa ekki rétta mynd af leiknum”, sagði Borce. „Við hittum ekki úr stóru skotunum og vorum ekki að nýta vítin okkar og við verðum að bæta það”, sagði Borce og bætti því við að hann væri bjartsýnn á framhaldið. „Eitt af vandamálunum er það hversu þunnan hóp og við vorum orðnir þreyttir í lokin”, sagði Borce. Aðspurður út í það hvort að hann væri að leita að leikstjórnanda svaraði hann ,,við vorum að vonast eftir einhverju en það kom ekkert, ég ætla að einbeita mér að hópnum sem að ég er með núna”.Costa: Verðum að vera ánægðir með sigurinn „Þetta er fyrsti leikur eftir jól og við voru ekki í takt við leikinn, við vorum hægir í sóknarleiknum og vorum að gleyma því hvernig við eigum að spila kerfin í sókninni”, sagði Joe Costa, þjálfari Tindastóls eftir leikinn í kvöld. „Þetta var ekki góður leikur fyrir augað en við verðum að vera ánægðir með sigurinn og spila betur í næsta leik”, sagði Costa. „Þeir komu vel undirbúnir í þennan leik og þeir erum með flottan þjálfara sem að undirbýr sig vel fyrir leiki og við áttum fá svör við varnarleik þeirra”, sagði spænski þjálfarinn. „Við reyndum að dreifa álaginu á leikmennina okkar og það skilaði sér að lokum, Flake kom sterkur inn og Lewis var góður í lokin”, sagði Costa og bætti því við að ,,það þarf stundum smá heppni til þess að vinna leiki og við vorum með hana í endann”. Textalýsingu frá leik Tindastóls og ÍR má finna hér fyrir neðan:Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Það var ekki mikið um dýrðir þegar að Tindastóll vann sigur á ÍR í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld 79–68. Menn voru heldur ryðgaðir eftir jólafríð í byrjun leiks , heimamenn leiddu þó eftir fyrsta fjórðung naumlega 18–17. Það var boðið upp á sömu rólegheitin í öðrum fjórðung og leiddu heimamenn leikinn í hálfleik 36-32. Jonathan Mitchell, leikmaður ÍR var manna hressastur hjá gestunum í fyrri hálfleik og Jerome Hill var góður hjá heimamönnum. Leikurinn hélt áfram að vera jafn og spennandi þó að hraðinn væri ekki upp á marga fiska og leiddu heimamenn áfram eftir þriðja leikhluta 56–53. Tindastóll reyndust þó sterkari í lokafjórðungnum og leikmenn og sigruðu hann 23–15 og því reyndust lokatölur í leiknum verða 79–68 fyrir heimamenn. Leikmannahópur ÍR var heldur þunnur og þurftu byrjunarliðsmenn nánast að spilla allan leikinn, þeir sýndu þó frábæra baráttu gegn breiðum hóp heimamanna. Hjá ÍR endaði Jonathan Mitchell glimrandi góðan leik sinn með 26 stig og 7 fráköst, Sveinbjörn Claessen átti einnig góðan leik með 18 stig, aðrir komust ágætlega frá sínu. Hjá heimamönnum var Jerome Hill með tvöfalda tvennu, 25 stig og 12 fráköst. Darrel Lewis skilaði sínu með 17 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og Pétur Rúnar Birgisson var góður í kvöld með 15 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst. Darrell Flake kom einnig sterkur inn af bekknum og setti niður góðar körfur í lok leiks. Eftir leikinn eru Stólarnir í 7. sæti með 14 stig en liðin í sæti 3 -7 eru öll með 14 stig. ÍR eru í 10. sæti með 8 stig.Helgi: Menn voru ennþá með jólasteikina Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld ,,menn voru ennþá með jólasteikina held ég bara, þetta var ljótur sigur en sigur og við tökum það”, sagði Helgi. „Við spiluðum ágætis varnarleik á móti þeim og við ætluðum að halda Mitchell miklu neðar í stigaskori en þeir skora ekki nema 68 stig sem lið og það er flott”, sagði Helgi. Aðspurður út í þunnan leikmannahóp gestanna sagði Helgi: „Það var búið að tala svolítið um það að keyra á þá og ef að þetta yrði jafn leikur þá myndum við síga fram úr í fjórða og við gerðum það”. „Við höldum bara okkar striki og höldum áfram að æfa og förum í næsta leik á föstudaginn næsta”, sagði Helgi að lokum.Borce: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum Borce Ilievski, þjálfari ÍR hafði eftirfarandi að segja um leikinn við blaðamann. „Þetta var erfiður leikur, Tindastóll eru með eitt besta liðið í deildinni, ég bjóst við erfiðum leik”. Hann var þó ánægður með spilamennsku sinna manna „Ég er mjög ánægður með leik minna manna, við spiluðum jafnan leik og úrslit hans gefa ekki rétta mynd af leiknum”, sagði Borce. „Við hittum ekki úr stóru skotunum og vorum ekki að nýta vítin okkar og við verðum að bæta það”, sagði Borce og bætti því við að hann væri bjartsýnn á framhaldið. „Eitt af vandamálunum er það hversu þunnan hóp og við vorum orðnir þreyttir í lokin”, sagði Borce. Aðspurður út í það hvort að hann væri að leita að leikstjórnanda svaraði hann ,,við vorum að vonast eftir einhverju en það kom ekkert, ég ætla að einbeita mér að hópnum sem að ég er með núna”.Costa: Verðum að vera ánægðir með sigurinn „Þetta er fyrsti leikur eftir jól og við voru ekki í takt við leikinn, við vorum hægir í sóknarleiknum og vorum að gleyma því hvernig við eigum að spila kerfin í sókninni”, sagði Joe Costa, þjálfari Tindastóls eftir leikinn í kvöld. „Þetta var ekki góður leikur fyrir augað en við verðum að vera ánægðir með sigurinn og spila betur í næsta leik”, sagði Costa. „Þeir komu vel undirbúnir í þennan leik og þeir erum með flottan þjálfara sem að undirbýr sig vel fyrir leiki og við áttum fá svör við varnarleik þeirra”, sagði spænski þjálfarinn. „Við reyndum að dreifa álaginu á leikmennina okkar og það skilaði sér að lokum, Flake kom sterkur inn og Lewis var góður í lokin”, sagði Costa og bætti því við að ,,það þarf stundum smá heppni til þess að vinna leiki og við vorum með hana í endann”. Textalýsingu frá leik Tindastóls og ÍR má finna hér fyrir neðan:Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn