Kannast allir við það að gleyma sér Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2016 09:00 Gnúsi, Salka og Steinunn í dúndrandi stuði í stúdíóinu þar sem þau voru að taka upp nýja smáskífu. Vísir/Ernir Hljómsveitin AmabAdamA er þessa dagana í stúdíói þar sem unnið er að því að taka upp nýja plötu sem stefnt er á að komi út á árinu. „Við erum að byrja að taka upp nýja plötu. Lagið sem við erum að taka upp núna heitir Æjæjæjæj. Við frumfluttum það um verslunarmannahelgina. Núna langar okkur til þess að fara að gefa það út,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona hljómsveitarinnar en sveitina skipa níu einstaklingar og forsprakkar hennar eru auk Steinunnar Magnús Jónsson, eða Gnúsi Yones og Salka Sól Eyfeld. Síðasta smáskífan af nýju plötunni sem hljómsveitin sendi frá sér var lagið Óráð sem kom út í maí síðastliðnum. Lagið hlaut góðar viðtökur en það er eftir Gnúsa Yones og textinn ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Steinunn segir hljómsveitina að sjálfsögðu halda sig við sólskinsreggíið þó þau séu aðeins farin að gæla við döbbið. „Það er aðeins meira sólskin í sumum lögunum á meðan önnur eru kannski örlítið mystískari,“ segir hún og bætir við að nýja platan sé kannski örlítið meira bland en sú fyrri.Þyrst í að spila 2015 var talsvert annasamt hjá hljómsveitinni sem spilaði mikið vítt og breitt um landið. „Það var mikið að gera út sumarið og við tókum meðvitaða ákvörðun um að draga okkur örlítið í hlé eftir verslunarmannahelgina til þess að hafa tíma til þess að hittast meira, semja og æfa upp eitthvað nýtt.“ Núna hefur sveitin fengið nægan tíma til að semja og æfa og kominn tími til skella sér aftur upp á svið. „Við erum orðin mjög þyrst í það að spila og það er aldrei að vita hvort við skellum í tónleika í bænum bráðum.“ Á næsta ári heldur AmabAdamA í sína fyrstu tónleikaferð til útlanda og mun meðal annars koma fram á tónleikahátíð á túrnum. „Við erum að fara að spila í útlöndum í fyrsta sinn og það er mjög spennandi. Ég fór með Reykjavíkurdætrum til Malmö í september og það var ný upplifun. Það er gaman að spila fyrir nýtt fólk á nýjum stað og svo er alltaf gaman að fara til útlanda,“ segir hún glöð í bragði. Að sögn umboðsmanns hljómsveitarinnar, Sindra Ástmarssonar, munu tónleikar hljómsveitarinnar fara fram í Bretlandi, á Spáni og hugsanlega í Þýskalandi.Fjallar um að gleyma sér Nýja lagið er væntanlegt á öldur ljósvakans innan nokkurra vikna en það ber nafnið Æjæjæjæj. „Það fjallar um það þegar maður ætlar að fara að gera eitthvað en svo kemur eitthvað annað í staðinn sem fangar athygli manns og verður til þess að maður gleymir sér,“ segir Steinunn og bætir við að flestir geti sjálfsagt tengt við umfjöllunarefni lagsins. „Til dæmis einhver fallegur maður eða falleg kona, eða bara Esjan eða sjórinn,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hljómsveitarmeðlimir gætu sjálfsagt flokkast sem býsna gleymnir en áreitið sé líka meira en það var, þá sérstaklega með tilkomu snjallsíma. „Í mínum hluta textans er ég að tala um þegar maður á kannski að skrifa ritgerð en bara gleymir sér aðeins og festist í tölvunni, fer út að skemmta sér eða fer jafnvel að vaska upp í staðinn fyrir að fara að læra,“ segir Steinunn kímin og auðheyrt er að hún kannast eitthvað við þær aðstæður sjálf. „Magga texti fjallar til dæmis um þegar hann er að keyra og sér svo sæta stelpu að hann fer yfir á rauðu ljósi. Ég veit nú ekki alveg hvort það byggir á reynslu,“ segir Steinunn að lokum og skellir upp úr. Tónlist Tengdar fréttir Fjórmenningar á ferðalagi dilluðu sér við AmabAdama Vinirnir fjórir gerðu myndband við lagið Það sem þú gefur á ferðalagi um Bandaríkin og fengu ýmsa til að dilla sér við taktfasta tóna. 22. júlí 2015 10:00 Amabadama spilar lög Stuðmanna Reggíhljómsveitin ætlar að koma fram með Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Nýtt lag líka væntanlegt. 30. júní 2015 10:00 AmabAdamA vekur athygli á matarsóun Um þriðjungur þess matar sem ætlaður er til manneldis í heiminum endar í ruslinu. Hljómsveitin AmabAdamA leggur sitt lóð á vogarskálarnar og gefur út lag í dag sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um málefnið. 9. október 2015 09:15 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Hljómsveitin AmabAdamA er þessa dagana í stúdíói þar sem unnið er að því að taka upp nýja plötu sem stefnt er á að komi út á árinu. „Við erum að byrja að taka upp nýja plötu. Lagið sem við erum að taka upp núna heitir Æjæjæjæj. Við frumfluttum það um verslunarmannahelgina. Núna langar okkur til þess að fara að gefa það út,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona hljómsveitarinnar en sveitina skipa níu einstaklingar og forsprakkar hennar eru auk Steinunnar Magnús Jónsson, eða Gnúsi Yones og Salka Sól Eyfeld. Síðasta smáskífan af nýju plötunni sem hljómsveitin sendi frá sér var lagið Óráð sem kom út í maí síðastliðnum. Lagið hlaut góðar viðtökur en það er eftir Gnúsa Yones og textinn ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Steinunn segir hljómsveitina að sjálfsögðu halda sig við sólskinsreggíið þó þau séu aðeins farin að gæla við döbbið. „Það er aðeins meira sólskin í sumum lögunum á meðan önnur eru kannski örlítið mystískari,“ segir hún og bætir við að nýja platan sé kannski örlítið meira bland en sú fyrri.Þyrst í að spila 2015 var talsvert annasamt hjá hljómsveitinni sem spilaði mikið vítt og breitt um landið. „Það var mikið að gera út sumarið og við tókum meðvitaða ákvörðun um að draga okkur örlítið í hlé eftir verslunarmannahelgina til þess að hafa tíma til þess að hittast meira, semja og æfa upp eitthvað nýtt.“ Núna hefur sveitin fengið nægan tíma til að semja og æfa og kominn tími til skella sér aftur upp á svið. „Við erum orðin mjög þyrst í það að spila og það er aldrei að vita hvort við skellum í tónleika í bænum bráðum.“ Á næsta ári heldur AmabAdamA í sína fyrstu tónleikaferð til útlanda og mun meðal annars koma fram á tónleikahátíð á túrnum. „Við erum að fara að spila í útlöndum í fyrsta sinn og það er mjög spennandi. Ég fór með Reykjavíkurdætrum til Malmö í september og það var ný upplifun. Það er gaman að spila fyrir nýtt fólk á nýjum stað og svo er alltaf gaman að fara til útlanda,“ segir hún glöð í bragði. Að sögn umboðsmanns hljómsveitarinnar, Sindra Ástmarssonar, munu tónleikar hljómsveitarinnar fara fram í Bretlandi, á Spáni og hugsanlega í Þýskalandi.Fjallar um að gleyma sér Nýja lagið er væntanlegt á öldur ljósvakans innan nokkurra vikna en það ber nafnið Æjæjæjæj. „Það fjallar um það þegar maður ætlar að fara að gera eitthvað en svo kemur eitthvað annað í staðinn sem fangar athygli manns og verður til þess að maður gleymir sér,“ segir Steinunn og bætir við að flestir geti sjálfsagt tengt við umfjöllunarefni lagsins. „Til dæmis einhver fallegur maður eða falleg kona, eða bara Esjan eða sjórinn,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hljómsveitarmeðlimir gætu sjálfsagt flokkast sem býsna gleymnir en áreitið sé líka meira en það var, þá sérstaklega með tilkomu snjallsíma. „Í mínum hluta textans er ég að tala um þegar maður á kannski að skrifa ritgerð en bara gleymir sér aðeins og festist í tölvunni, fer út að skemmta sér eða fer jafnvel að vaska upp í staðinn fyrir að fara að læra,“ segir Steinunn kímin og auðheyrt er að hún kannast eitthvað við þær aðstæður sjálf. „Magga texti fjallar til dæmis um þegar hann er að keyra og sér svo sæta stelpu að hann fer yfir á rauðu ljósi. Ég veit nú ekki alveg hvort það byggir á reynslu,“ segir Steinunn að lokum og skellir upp úr.
Tónlist Tengdar fréttir Fjórmenningar á ferðalagi dilluðu sér við AmabAdama Vinirnir fjórir gerðu myndband við lagið Það sem þú gefur á ferðalagi um Bandaríkin og fengu ýmsa til að dilla sér við taktfasta tóna. 22. júlí 2015 10:00 Amabadama spilar lög Stuðmanna Reggíhljómsveitin ætlar að koma fram með Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Nýtt lag líka væntanlegt. 30. júní 2015 10:00 AmabAdamA vekur athygli á matarsóun Um þriðjungur þess matar sem ætlaður er til manneldis í heiminum endar í ruslinu. Hljómsveitin AmabAdamA leggur sitt lóð á vogarskálarnar og gefur út lag í dag sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um málefnið. 9. október 2015 09:15 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Fjórmenningar á ferðalagi dilluðu sér við AmabAdama Vinirnir fjórir gerðu myndband við lagið Það sem þú gefur á ferðalagi um Bandaríkin og fengu ýmsa til að dilla sér við taktfasta tóna. 22. júlí 2015 10:00
Amabadama spilar lög Stuðmanna Reggíhljómsveitin ætlar að koma fram með Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Nýtt lag líka væntanlegt. 30. júní 2015 10:00
AmabAdamA vekur athygli á matarsóun Um þriðjungur þess matar sem ætlaður er til manneldis í heiminum endar í ruslinu. Hljómsveitin AmabAdamA leggur sitt lóð á vogarskálarnar og gefur út lag í dag sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um málefnið. 9. október 2015 09:15