Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2016 15:41 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í Stím-málinu sé röng. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, segir að einhver muni á endanum þurfa að svara fyrir „grímulausa misbeitingu“ ákæruvaldsins í dómsmálum gegn fyrrverandi bankamönnum. Þorvaldur hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Stím-málinu svokallaða en hann fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng og að hann myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Þetta segir Þorvaldur í skoðagrein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun og ber heitið „Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti.“ Þorvaldur segir þar brot sín í Stím-málinu ósönnuð með öllu og að hann hafi ekkert gert rangt. „Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það,“ skrifar Þorvaldur. „Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt.“ Þorvaldur var í málinu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, vegna kaupa fjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Hann segir að ákæra og dómur í málinu hafi byggt á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda og að engu hafi skipt hvað kom fram við yfirheyrslur eða réttarhöld. „Í málinu var ákært fyrir umboðssvik,“ skrifar hann. „Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.“ Þar vísar Þorvaldur til lykilvitnis sérstaks saksóknara í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi, sem var yfirmaður hans hjá Glitni. „Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur.“ Þorvaldur hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, segir að einhver muni á endanum þurfa að svara fyrir „grímulausa misbeitingu“ ákæruvaldsins í dómsmálum gegn fyrrverandi bankamönnum. Þorvaldur hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Stím-málinu svokallaða en hann fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng og að hann myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Þetta segir Þorvaldur í skoðagrein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun og ber heitið „Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti.“ Þorvaldur segir þar brot sín í Stím-málinu ósönnuð með öllu og að hann hafi ekkert gert rangt. „Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það,“ skrifar Þorvaldur. „Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt.“ Þorvaldur var í málinu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, vegna kaupa fjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Hann segir að ákæra og dómur í málinu hafi byggt á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda og að engu hafi skipt hvað kom fram við yfirheyrslur eða réttarhöld. „Í málinu var ákært fyrir umboðssvik,“ skrifar hann. „Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.“ Þar vísar Þorvaldur til lykilvitnis sérstaks saksóknara í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi, sem var yfirmaður hans hjá Glitni. „Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur.“ Þorvaldur hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20
Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12