Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2016 15:41 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í Stím-málinu sé röng. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, segir að einhver muni á endanum þurfa að svara fyrir „grímulausa misbeitingu“ ákæruvaldsins í dómsmálum gegn fyrrverandi bankamönnum. Þorvaldur hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Stím-málinu svokallaða en hann fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng og að hann myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Þetta segir Þorvaldur í skoðagrein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun og ber heitið „Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti.“ Þorvaldur segir þar brot sín í Stím-málinu ósönnuð með öllu og að hann hafi ekkert gert rangt. „Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það,“ skrifar Þorvaldur. „Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt.“ Þorvaldur var í málinu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, vegna kaupa fjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Hann segir að ákæra og dómur í málinu hafi byggt á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda og að engu hafi skipt hvað kom fram við yfirheyrslur eða réttarhöld. „Í málinu var ákært fyrir umboðssvik,“ skrifar hann. „Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.“ Þar vísar Þorvaldur til lykilvitnis sérstaks saksóknara í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi, sem var yfirmaður hans hjá Glitni. „Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur.“ Þorvaldur hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, segir að einhver muni á endanum þurfa að svara fyrir „grímulausa misbeitingu“ ákæruvaldsins í dómsmálum gegn fyrrverandi bankamönnum. Þorvaldur hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Stím-málinu svokallaða en hann fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng og að hann myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Þetta segir Þorvaldur í skoðagrein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun og ber heitið „Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti.“ Þorvaldur segir þar brot sín í Stím-málinu ósönnuð með öllu og að hann hafi ekkert gert rangt. „Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það,“ skrifar Þorvaldur. „Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt.“ Þorvaldur var í málinu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, vegna kaupa fjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Hann segir að ákæra og dómur í málinu hafi byggt á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda og að engu hafi skipt hvað kom fram við yfirheyrslur eða réttarhöld. „Í málinu var ákært fyrir umboðssvik,“ skrifar hann. „Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.“ Þar vísar Þorvaldur til lykilvitnis sérstaks saksóknara í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi, sem var yfirmaður hans hjá Glitni. „Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur.“ Þorvaldur hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20
Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12