Þessi tími hefur liðið ótrúlega hratt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Emil fagnar marki síðasta vetur. vísir/getty Emil Hallfreðsson, leikmaður Hellas Verona, er að fara að leika sitt sjötta tímabil á Ítalíu en hann gæti leikið sinn 100. leik í Serie A í haust. Er hann með töluvert forskot á næsta Íslending í leikjum á Ítalíu en fjórir íslenskir leikmenn hafa leikið á Ítalíu. Lék Albert Guðmundsson fyrstur Íslendinga á Ítalíu í eitt ár í herbúðum AC Milan en síðastliðin ár hafa þrír Íslendingar verið á Ítalíu. Emil verður hins vegar líklegast sá eini sem leikur í Serie A á næsta tímabili.Okkur líður afskaplega vel á Ítalíu Birkir Bjarnason sem hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár gekk til liðs við Basel í Sviss á dögunum og þá er töluverð óvissa um framtíð Harðar Björgvins Magnússonar. Hörður er samningsbundinn Juventus en ólíklegt er að hann fái mörg tækifæri hjá firnasterku liði ítölsku meistaranna á næsta tímabili. „Þessi tími er búinn að líða afskaplega hratt, þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér líður vel hérna á Ítalíu. Ég hef ekkert farið í felur með það að okkur fjölskyldunni líður afskaplega vel á Ítalíu,“ sagði Emil, sem er orðinn sleipur í ítölskunni. „Ég er bara mjög fínn, ég er búinn að vera hérna í sjö ár og ef maður getur ekki tjáð sig eftir það þá ertu eitthvað örlítið týndur. Ég þurfti að læra strax ítölsku til að komast inn í menninguna og ég lagði mikið á mig strax til að komast betur inn í menninguna hérna.“Uppgangur síðustu ár Verona leikur þriðja árið í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í ár en félagið var tvö tímabil Emils hjá félaginu í 1. deildinni. Verona hefur lent um miðja deild undanfarin tvö tímabil og segir Emil markmiðið að festa klúbbinn í sessi sem efstu deildar klúbb. „Markmiðið var þegar við komum upp að festa okkur í sessi og verða þessi Serie A klúbbur sem þessi klúbbur er miðað við fylgi stuðningsmannanna. Borgin og stuðningsmennirnir eiga það skilið að við séum í efstu deild, það er alltaf fullt á leikjunum hjá okkur.“ Emil var ánægður með síðasta tímabil en félagið lenti einu sæti fyrir ofan nágrannana í Chievo. „Í ár er það sama markmið og alltaf, halda sætinu í deildinni og svo sjáum við hvert við getum komist. Í fyrra var okkur sagt að algengt væri að ná ekki sama árangri á öðru tímabilinu í deildinni. Núna er komið að því þriðja og ég er spenntur að sjá hvernig þetta mun ganga, hvert við erum að stefna. Ég hef fulla trú á verkefninu og við erum búnir að styrkja okkur vel í sumar.“ Verona og Chievo deila velli í Verona en Emil sagði að það væri alltaf aukin pressa fyrir nágrannaleikinn. „Við verðum að stefna að því að vera fyrir ofan Chievo og vinna leikina gegn þeim. Þótt þeir séu með fáa stuðningsmenn þá er þetta nágrannaliðið og við fáum alveg að heyra það ef við töpum gegn þeim. Það er mikil pressa á okkur fyrir þá leiki og menn eru ekki sáttir ef það tapast.“ Emil og félagar eiga leik gegn Foggia úr C-deildinni í ítalska bikarnum um helgina en ítalska deildin hefst svo viku seinna. „Við megum alls ekki við því að vanmeta þetta lið, þeir slógu út Bari sem er í B-deildinni í síðustu umferð.“Marquez og Toni eru flottir Chievo hefur styrkt sig myndarlega undanfarin ár en í liðinu má finna reynslubolta á borð við Luca Toni, Rafael Marquez og Giampaolo Pazzini sem gekk til liðs við félagið í sumar. „Rafa og Luca eru ótrúlega flottir þrátt fyrir aldurinn. Luca er enn þá með frábært markanef og Marquez sem hefur leikið með Barcelona og verið fyrirliði Mexíkó í rúmlega áratug hlýtur að vita eitthvað um boltann. Svo ef Pazzini tekst að skora jafn mörg mörk og Toni verðum við í góðum málum í vetur.“ Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður Hellas Verona, er að fara að leika sitt sjötta tímabil á Ítalíu en hann gæti leikið sinn 100. leik í Serie A í haust. Er hann með töluvert forskot á næsta Íslending í leikjum á Ítalíu en fjórir íslenskir leikmenn hafa leikið á Ítalíu. Lék Albert Guðmundsson fyrstur Íslendinga á Ítalíu í eitt ár í herbúðum AC Milan en síðastliðin ár hafa þrír Íslendingar verið á Ítalíu. Emil verður hins vegar líklegast sá eini sem leikur í Serie A á næsta tímabili.Okkur líður afskaplega vel á Ítalíu Birkir Bjarnason sem hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár gekk til liðs við Basel í Sviss á dögunum og þá er töluverð óvissa um framtíð Harðar Björgvins Magnússonar. Hörður er samningsbundinn Juventus en ólíklegt er að hann fái mörg tækifæri hjá firnasterku liði ítölsku meistaranna á næsta tímabili. „Þessi tími er búinn að líða afskaplega hratt, þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér líður vel hérna á Ítalíu. Ég hef ekkert farið í felur með það að okkur fjölskyldunni líður afskaplega vel á Ítalíu,“ sagði Emil, sem er orðinn sleipur í ítölskunni. „Ég er bara mjög fínn, ég er búinn að vera hérna í sjö ár og ef maður getur ekki tjáð sig eftir það þá ertu eitthvað örlítið týndur. Ég þurfti að læra strax ítölsku til að komast inn í menninguna og ég lagði mikið á mig strax til að komast betur inn í menninguna hérna.“Uppgangur síðustu ár Verona leikur þriðja árið í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í ár en félagið var tvö tímabil Emils hjá félaginu í 1. deildinni. Verona hefur lent um miðja deild undanfarin tvö tímabil og segir Emil markmiðið að festa klúbbinn í sessi sem efstu deildar klúbb. „Markmiðið var þegar við komum upp að festa okkur í sessi og verða þessi Serie A klúbbur sem þessi klúbbur er miðað við fylgi stuðningsmannanna. Borgin og stuðningsmennirnir eiga það skilið að við séum í efstu deild, það er alltaf fullt á leikjunum hjá okkur.“ Emil var ánægður með síðasta tímabil en félagið lenti einu sæti fyrir ofan nágrannana í Chievo. „Í ár er það sama markmið og alltaf, halda sætinu í deildinni og svo sjáum við hvert við getum komist. Í fyrra var okkur sagt að algengt væri að ná ekki sama árangri á öðru tímabilinu í deildinni. Núna er komið að því þriðja og ég er spenntur að sjá hvernig þetta mun ganga, hvert við erum að stefna. Ég hef fulla trú á verkefninu og við erum búnir að styrkja okkur vel í sumar.“ Verona og Chievo deila velli í Verona en Emil sagði að það væri alltaf aukin pressa fyrir nágrannaleikinn. „Við verðum að stefna að því að vera fyrir ofan Chievo og vinna leikina gegn þeim. Þótt þeir séu með fáa stuðningsmenn þá er þetta nágrannaliðið og við fáum alveg að heyra það ef við töpum gegn þeim. Það er mikil pressa á okkur fyrir þá leiki og menn eru ekki sáttir ef það tapast.“ Emil og félagar eiga leik gegn Foggia úr C-deildinni í ítalska bikarnum um helgina en ítalska deildin hefst svo viku seinna. „Við megum alls ekki við því að vanmeta þetta lið, þeir slógu út Bari sem er í B-deildinni í síðustu umferð.“Marquez og Toni eru flottir Chievo hefur styrkt sig myndarlega undanfarin ár en í liðinu má finna reynslubolta á borð við Luca Toni, Rafael Marquez og Giampaolo Pazzini sem gekk til liðs við félagið í sumar. „Rafa og Luca eru ótrúlega flottir þrátt fyrir aldurinn. Luca er enn þá með frábært markanef og Marquez sem hefur leikið með Barcelona og verið fyrirliði Mexíkó í rúmlega áratug hlýtur að vita eitthvað um boltann. Svo ef Pazzini tekst að skora jafn mörg mörk og Toni verðum við í góðum málum í vetur.“
Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira