Kings of Leon mæta í einkaþotu til Íslands Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:30 Kings of Leon er ein vinsælasta hljómsveitin í heiminum í dag. Mynd/getty Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag. Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag.
Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11
Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00
Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17