Sýnir einleik á stærstu listahátíð heims Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2015 10:00 Bragi hefur í nógu að snúast þessa dagana. Mynd/ Magnús Andersen Bragi Árnason leikari verður með eitt af opnunaratriðum einleikshátíðarinnar Act Alone sem haldin verður á Suðureyri 5. til 9. ágúst. Strax eftir hátíðina flýgur hann til Edinborgar í Skotlandi þar sem hann kemur fram á Edinborgarhátíðinni, sem er stærsta listahátíð í heimi. Bragi er búsettur í London en hann hefur verið þar seinustu átta ár þar sem hann hefur lært leiklist og starfað sem leikari og stuðningsfulltrúi. Einleikurinn sem Bragi ætlar að sýna heitir Barry and His Guitar. „Þetta er söngleikur þar sem lögin eru öll samin af mér og auðvitað einleikurinn sjálfur líka. Ég er líka með eina aðra sýningu í gangi með vini mínum sem heitir Euromen. Við erum búnir að vera að sýna hana í London. Þeir vildu fá hana líka á Edinborgarhátíðina en meðleikari minn komst því miður ekki. Ég veit um einn annan Íslending sem sýnir á hátíðinni en hún er í leiklistarskóla hér úti og mun koma fram í leikriti á vegum skólans.“Plakatið fyrir einleik Braga sem kallast Barry and his guitar.Mynd/aðsendÞetta verður í fyrsta skiptið sem Bragi kemur fram á Act Alone-hátíðinni en hann verður með eitt af opnunaratriðunum. „Ég kem fram á Suðureyri og tveimur dögum seinna flýg ég til Edinborgar. Þar mun ég koma fram á hverjum degi frá 8. ágúst til 30. ágúst nema ég fæ frí á mánudögum. Ég frumsýndi einleikinn í London í Hen and Chicken-leikhúsinu og síðan hef ég líka sýnt hana í Mengi en þá þurfti ég að halda aukasýningu vegna aðsóknar.“ Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bragi Árnason leikari verður með eitt af opnunaratriðum einleikshátíðarinnar Act Alone sem haldin verður á Suðureyri 5. til 9. ágúst. Strax eftir hátíðina flýgur hann til Edinborgar í Skotlandi þar sem hann kemur fram á Edinborgarhátíðinni, sem er stærsta listahátíð í heimi. Bragi er búsettur í London en hann hefur verið þar seinustu átta ár þar sem hann hefur lært leiklist og starfað sem leikari og stuðningsfulltrúi. Einleikurinn sem Bragi ætlar að sýna heitir Barry and His Guitar. „Þetta er söngleikur þar sem lögin eru öll samin af mér og auðvitað einleikurinn sjálfur líka. Ég er líka með eina aðra sýningu í gangi með vini mínum sem heitir Euromen. Við erum búnir að vera að sýna hana í London. Þeir vildu fá hana líka á Edinborgarhátíðina en meðleikari minn komst því miður ekki. Ég veit um einn annan Íslending sem sýnir á hátíðinni en hún er í leiklistarskóla hér úti og mun koma fram í leikriti á vegum skólans.“Plakatið fyrir einleik Braga sem kallast Barry and his guitar.Mynd/aðsendÞetta verður í fyrsta skiptið sem Bragi kemur fram á Act Alone-hátíðinni en hann verður með eitt af opnunaratriðunum. „Ég kem fram á Suðureyri og tveimur dögum seinna flýg ég til Edinborgar. Þar mun ég koma fram á hverjum degi frá 8. ágúst til 30. ágúst nema ég fæ frí á mánudögum. Ég frumsýndi einleikinn í London í Hen and Chicken-leikhúsinu og síðan hef ég líka sýnt hana í Mengi en þá þurfti ég að halda aukasýningu vegna aðsóknar.“
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira