Landsbankinn sem samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar