Eigum við að loka SÁÁ og Hjartavernd? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2015 06:30 Frá því að ég man eftir mér hafa íslenskir sósíalistar verið með barnalegar samsæriskenningar um Sjálfstæðisflokkinn. Þær eru vanalega einhvern veginn svona; gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður, núna eru komnir aðilar sem vilja bara græða og níðast á fátæku fólki. Íslenskir sósíalistar hafa á öllum tímum skrifað og talað svona um Sjálfstæðisflokkinn. Auðvelt er að skoða gömul eintök af Þjóðviljanum eða fletta Þingtíðindum ef menn vilja rifja það upp. Einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra vinstrimanna, prófessor Stefán Ólafsson, hefur verið duglegur við að halda þessu á lofti og skrifaði nýlega enn eina greinina á Eyjuna um hvað forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru vont fólk og taldi þá „villutrúar og vilja bara græða“. Hann fullyrti að sjálfstæðismenn vildu grafa undan opinbera samtryggingakerfinu og koma á bandarísku kerfi í heilbrigðismálum og vildu bara einkarekstur. Einhver kynni að segja að slíkur málflutningur væri svo galinn að það skyldi ekki taka hann alvarlega og það er mikið til í því en ekki verður fram hjá því horft að oft er vitnað í manninn í fjölmiðlum eins og um sé að ræða faglegt mat fræðimanns.Einkavæðing VG og SamfylkingarinnarEn að kjarna máls. Eru Stefán og e.t.v. vinstrimenn almennt andsnúnir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu? Af hverju samdi þá hreina vinstristjórnin við einkaaðila? T.d. um sjúkrahótel og tannlækningar? Stefán Ólafsson var innsti koppur í búri hjá þeirri ríkisstjórn og var m.a. í sérverkefnum fyrir hana í heilbrigðismálum. Ef við notum orðalag vinstrimanna þá stóð ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, að stærstu „einkavæðingu“ í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Og er það virkilega svo að prófessorinn þekki ekki muninn á bandarísku heilbrigðiskerfi og því skandinavíska? Það eitt og sér hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál. Eigum við að banna einkarekstur? Er hann á móti einkarekstri í heilbrigðismálum? Á ríkið að taka yfir rekstur einkaaðila? Það myndi þýða að eftirfarandi rekstrareiningum yrði lokað: SÁÁ Reykjalundi Grund Hrafnistu Sóltúni (reyndar nær öllum hjúkrunarheimilum landsins) Tannlæknastofum Sérfræðilæknastofum Heilsugæslu Salahverfis Sjálfstæðum heimilislækningastofum Krabbameinsfélaginu Rauða krossi Íslands Hjartavernd o.s.frv. Með öðrum orðum erum við að tala um að taka upp fyrirkomulag sem hvergi þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Trúir einhver því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi verði betri ef við bönnum einkarekstur? Að veita góða heilbrigðisþjónustu er eilífðarverkefni. Við sjálfstæðismenn höfum forgangsraðað í þágu þeirrar þjónustu, það sama verður ekki sagt um íslenska vinstrimenn. Ef við ætlum að ná betri árangri verður umræðan að vera byggð á staðreyndum og án öfga. Það er mikilvægt að nýta reynslu nágrannaþjóða okkar til að bæta núverandi þjónustu. Norðurlandaþjóðirnar eru með blandað kerfi og eru óhræddar við að nýta kosti einkareksturs, horfum til þeirra og höfnum þessum öfgasjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hafa íslenskir sósíalistar verið með barnalegar samsæriskenningar um Sjálfstæðisflokkinn. Þær eru vanalega einhvern veginn svona; gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður, núna eru komnir aðilar sem vilja bara græða og níðast á fátæku fólki. Íslenskir sósíalistar hafa á öllum tímum skrifað og talað svona um Sjálfstæðisflokkinn. Auðvelt er að skoða gömul eintök af Þjóðviljanum eða fletta Þingtíðindum ef menn vilja rifja það upp. Einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra vinstrimanna, prófessor Stefán Ólafsson, hefur verið duglegur við að halda þessu á lofti og skrifaði nýlega enn eina greinina á Eyjuna um hvað forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru vont fólk og taldi þá „villutrúar og vilja bara græða“. Hann fullyrti að sjálfstæðismenn vildu grafa undan opinbera samtryggingakerfinu og koma á bandarísku kerfi í heilbrigðismálum og vildu bara einkarekstur. Einhver kynni að segja að slíkur málflutningur væri svo galinn að það skyldi ekki taka hann alvarlega og það er mikið til í því en ekki verður fram hjá því horft að oft er vitnað í manninn í fjölmiðlum eins og um sé að ræða faglegt mat fræðimanns.Einkavæðing VG og SamfylkingarinnarEn að kjarna máls. Eru Stefán og e.t.v. vinstrimenn almennt andsnúnir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu? Af hverju samdi þá hreina vinstristjórnin við einkaaðila? T.d. um sjúkrahótel og tannlækningar? Stefán Ólafsson var innsti koppur í búri hjá þeirri ríkisstjórn og var m.a. í sérverkefnum fyrir hana í heilbrigðismálum. Ef við notum orðalag vinstrimanna þá stóð ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, að stærstu „einkavæðingu“ í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Og er það virkilega svo að prófessorinn þekki ekki muninn á bandarísku heilbrigðiskerfi og því skandinavíska? Það eitt og sér hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál. Eigum við að banna einkarekstur? Er hann á móti einkarekstri í heilbrigðismálum? Á ríkið að taka yfir rekstur einkaaðila? Það myndi þýða að eftirfarandi rekstrareiningum yrði lokað: SÁÁ Reykjalundi Grund Hrafnistu Sóltúni (reyndar nær öllum hjúkrunarheimilum landsins) Tannlæknastofum Sérfræðilæknastofum Heilsugæslu Salahverfis Sjálfstæðum heimilislækningastofum Krabbameinsfélaginu Rauða krossi Íslands Hjartavernd o.s.frv. Með öðrum orðum erum við að tala um að taka upp fyrirkomulag sem hvergi þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Trúir einhver því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi verði betri ef við bönnum einkarekstur? Að veita góða heilbrigðisþjónustu er eilífðarverkefni. Við sjálfstæðismenn höfum forgangsraðað í þágu þeirrar þjónustu, það sama verður ekki sagt um íslenska vinstrimenn. Ef við ætlum að ná betri árangri verður umræðan að vera byggð á staðreyndum og án öfga. Það er mikilvægt að nýta reynslu nágrannaþjóða okkar til að bæta núverandi þjónustu. Norðurlandaþjóðirnar eru með blandað kerfi og eru óhræddar við að nýta kosti einkareksturs, horfum til þeirra og höfnum þessum öfgasjónarmiðum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun