Nýjar raddir skálda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2015 09:15 Anna Valdís ætlar að vera kynnir á ljóðadagskránni í dag en hún yrkir og skrifar á nokkrum ólíkum tungumálum. Vísir/Pjetur „Ós er nýr félagsskapur skálda af ólíkum uppruna. Hann varð til úr ritlistarhópi sem starfaði í vetur á vegum Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, undir handleiðslu Angelu Rowlings, kanadísks ljóðskálds sem býr hér á landi.“ Þetta segir Anna Valdís Kro, ein úr hópnum Ós sem heldur ljóðadagskrá á 4. hæð Lofts Hostels í dag klukkan 14 til 16. Dagskráin kallast Plunderverse, Reading 101. Þar lesa tvær skáldkonur upp, þær Ewa Marcinek frá Póllandi sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og hin bandaríska Randi Stebbins sem flutti til Íslands á síðasta ári. Auk þeirra kemur fram kanadíska skáldið Gregory Betts sem nú á leið um Reykjavík. Dagskráin í dag er bara byrjunin á starfsemi Óss, að sögn Önnu Valdísar. „Okkur dreymir um að gefa út tímarit með skrifum okkar, halda svona viðburði eins og í dag og leyfa röddum okkar að heyrast,“ segir hún. Sjálf skrifar hún ekki aðeins á íslensku heldur kveðst vera að prófa sig áfram með enskuna og jafnvel pólsku og búlgörsku líka, enda hafi tvær úr hópnum hjálpað henni með það. Enn eru bara konur í Óshópnum en Anna Valdís segir formlegan stofnfund ekki hafa verið haldinn enn og fleiri geta bæst við. Hún hvetur sem flesta til að mæta í dag á Loft Hostel því auk þess að hlýða á upplestur gefist þar tækifæri til að spjalla. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ós er nýr félagsskapur skálda af ólíkum uppruna. Hann varð til úr ritlistarhópi sem starfaði í vetur á vegum Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, undir handleiðslu Angelu Rowlings, kanadísks ljóðskálds sem býr hér á landi.“ Þetta segir Anna Valdís Kro, ein úr hópnum Ós sem heldur ljóðadagskrá á 4. hæð Lofts Hostels í dag klukkan 14 til 16. Dagskráin kallast Plunderverse, Reading 101. Þar lesa tvær skáldkonur upp, þær Ewa Marcinek frá Póllandi sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og hin bandaríska Randi Stebbins sem flutti til Íslands á síðasta ári. Auk þeirra kemur fram kanadíska skáldið Gregory Betts sem nú á leið um Reykjavík. Dagskráin í dag er bara byrjunin á starfsemi Óss, að sögn Önnu Valdísar. „Okkur dreymir um að gefa út tímarit með skrifum okkar, halda svona viðburði eins og í dag og leyfa röddum okkar að heyrast,“ segir hún. Sjálf skrifar hún ekki aðeins á íslensku heldur kveðst vera að prófa sig áfram með enskuna og jafnvel pólsku og búlgörsku líka, enda hafi tvær úr hópnum hjálpað henni með það. Enn eru bara konur í Óshópnum en Anna Valdís segir formlegan stofnfund ekki hafa verið haldinn enn og fleiri geta bæst við. Hún hvetur sem flesta til að mæta í dag á Loft Hostel því auk þess að hlýða á upplestur gefist þar tækifæri til að spjalla.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira