Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. júlí 2015 08:00 Illugi Gunnarsson segir hugmyndir Baltasars Kormáks orð í tíma töluð. vísir/gva „Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Baltasar Kormákur lagði fram hugmynd í föstudagsviðtali Fréttablaðsins um hvernig ætti að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Framlög til kvikmyndasjóðs yrðu aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er færi til kvenna í kvikmyndagerð. „Baltasar er að leggja til tímabundinn kynjakvóta og horfa til þeirrar aukningar sem væri möguleg á sjóðinn. Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega,“ heldur Illugi áfram. Hann segir þurfa að huga að útfærslum. Almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum. „Það eitt og sér að bæta við fjármagni er ekki nóg. Það skiptir máli að fyrirtækin sem starfa í greininni nýti sér þá fjármuni og ýti áfram konum, opni fyrir þær tækifærin. Það er ekki bara ríkið sem getur gert það, en við getum sannarlega hvatt til þess.“ Illugi segir tillögu Baltasars skynsamlega og rökin sannfærandi. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag.“ Hann segir það vissulega skipta máli að maður með bakgrunn eins og Baltasar stígi fram með slíka hugmynd. „Það hefur auðvitað mikið að segja, þegar menn hafa náð árangri eins og Balti þá hefur hann tækifæri til að hafa mótandi og jákvæð áhrif á þessu sviði. Ég er sannarlega ánægður með að heyra þennan tón. Þetta skiptir máli.“En þarf þá karlmenn til þess að hvetja konur til þess að búa til kvikmyndir? „Nei. Það á ekki að skipta máli hvort það er karl eða kona því þetta varðar okkur öll. Þetta er jafn mikið hagsmunamál karla og kvenna, jafnrétti. Hvort sem er í menningu, listum eða efnahagslífinu. Við þurfum á öllum að halda, öllum sjónarmiðunum og ólíku þáttunum. Ef við nýtum það ekki erum við öll að tapa. Ég tek jákvætt í þetta, ég tek undir. Ég er algjörlega, heils hugar sammála forsendunum sem þarna eru gefnar. Ég held að þetta séu orð í tíma töluð.“ Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Sjá meira
„Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Baltasar Kormákur lagði fram hugmynd í föstudagsviðtali Fréttablaðsins um hvernig ætti að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Framlög til kvikmyndasjóðs yrðu aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er færi til kvenna í kvikmyndagerð. „Baltasar er að leggja til tímabundinn kynjakvóta og horfa til þeirrar aukningar sem væri möguleg á sjóðinn. Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega,“ heldur Illugi áfram. Hann segir þurfa að huga að útfærslum. Almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum. „Það eitt og sér að bæta við fjármagni er ekki nóg. Það skiptir máli að fyrirtækin sem starfa í greininni nýti sér þá fjármuni og ýti áfram konum, opni fyrir þær tækifærin. Það er ekki bara ríkið sem getur gert það, en við getum sannarlega hvatt til þess.“ Illugi segir tillögu Baltasars skynsamlega og rökin sannfærandi. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag.“ Hann segir það vissulega skipta máli að maður með bakgrunn eins og Baltasar stígi fram með slíka hugmynd. „Það hefur auðvitað mikið að segja, þegar menn hafa náð árangri eins og Balti þá hefur hann tækifæri til að hafa mótandi og jákvæð áhrif á þessu sviði. Ég er sannarlega ánægður með að heyra þennan tón. Þetta skiptir máli.“En þarf þá karlmenn til þess að hvetja konur til þess að búa til kvikmyndir? „Nei. Það á ekki að skipta máli hvort það er karl eða kona því þetta varðar okkur öll. Þetta er jafn mikið hagsmunamál karla og kvenna, jafnrétti. Hvort sem er í menningu, listum eða efnahagslífinu. Við þurfum á öllum að halda, öllum sjónarmiðunum og ólíku þáttunum. Ef við nýtum það ekki erum við öll að tapa. Ég tek jákvætt í þetta, ég tek undir. Ég er algjörlega, heils hugar sammála forsendunum sem þarna eru gefnar. Ég held að þetta séu orð í tíma töluð.“
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Sjá meira