Hugleiðingar um hagsmuni Ögmundur Jónasson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Klisjutal hefur jafnan verið versti óvinur málefnalegrar umræðu. Alhæfingar eru angi af slíku tali. Það breytir því ekki að stundum geta alhæfingar átt nokkurn rétt á sér því hægt er að ganga langt í að alhæfa um tiltekin þróunarferli. Það er til dæmis staðreynd að smásöluverslun á Íslandi hefur einkennst af því á undanförnum árum að nokkrar risaverslunarkeðjur hafa rutt litlum og millistórum verslunum úr vegi. Við þekkjum öll hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Stóra keðjan stillir framleiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið.“ Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sérstöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sérhagsmunir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé.SVÞ ræðir sérhagsmuni Það eru ekki sérhagsmunir stóru verslunarkeðjanna sem þeir Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Samtaka þjónustu og verslunar, SVÞ, gera að umtalsefni í blaðagrein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Heldur sérhagsmunir íslenskra bænda. Þeir byrja grein sína á gamalkunnri klisju einsog til að minna á slíkan málflutning. Vísa þeir í ákvörðun sem tekin hafi verið „í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll“ nú undir þinglokin um tolla á innflutta landbúnaðarvöru en umrædd ákvörðun hafi verið þess eðlis að slík vara muni verða dýrari en hún þyrfti að vera ef ekki væri verið að verja sérhagsmuni íslensks landbúnaðar. Þetta var inntakið. Eflaust var klisjan bara grín af þeirra hálfu. Engar ákvarðanir voru teknar í bakherbergjum, ekki er heldur reykt lengur í Alþingishúsinu og reyndar held ég að makkarar fyrr á tíð hafi ekki allir verið reykingamenn þótt hitt hafi ratað inn í hina lífsseigu klisju.Samkeppni og samvinna En ef við horfum framhjá gamanmálum þeirra félaga þá ber að taka málflutning þeirra alvarlega. Sú ákvörðun sem þeir vísa í snýst vissulega um hagsmuni. Þeir telja að frjálsræði í innflutningi landbúnaðarafurða og samkeppni hér innanlands sé góð og þjóni almannahag. Ég tel hins vegar fyrir mitt leyti að samvinnan skili okkur meiri árangri þegar upp er staðið; betri og heilnæmari vöru auk þess sem það er gríðarlegt hagsmunamál til langs tíma litið að hafa í landinu öflugan landbúnað. Umræðunnar um innlenda samkeppni í mjólkurframleiðslunni minnumst við frá því í vetur. Hún hverfðist um hagsmuni, annars vegar hagsmuni framleiðenda og neytenda og hins vegar smárra vinnslustöðva sem ekki vildu una því að framleiðendur ynnu saman að úrvinnslu vöru sinnar allt inn í hilluborðið í smásöluverslunum.Fasteignasalar og leigubílstjórar Sérhagsmuni og almannahagsmuni hefur borið mjög á góma í sumar. Ég ætla að nefna tvö áhugaverð dæmi. Fyrra dæmið er úr heimi fasteignasala og hið síðara leigubílstjóra. Ýmsir sem vilja stunda fasteignaviðskipti en hafa ekki haft til þess tilskilin leyfi hafa barist fyrir því frjálsræði að geta starfað án íþyngjandi regluverks og löggildinga og hafa einnig viljað standa utan samtaka fasteignasala. Staðhæft er að aukið frjálsræði og samkeppni án regluverks muni lækka verð. Félag fasteignasala hefur hins vegar haldið því til streitu að regluverk sé til þess fallið að vernda hagsmuni neytenda og samtökin sjái til þess að skemmd epli séu ekki liðin í stéttinni. Hið síðarnefnda sjónarmið hefur orðið ofan á. Þykir mér það gott okkar neytenda vegna. Skylt dæmi eru leigubílstjórar. Innanríkisráðherra segir að nú sé að renna upp tími þar sem leyfisveitingar heyri sögunni til og frjálsræði og samkeppni ráði ríkjum. Þessu er ákaft fagnað í leiðara Fréttablaðsins 11. júlí sl. en þar segir að í núverandi fyrirkomulagi séu fólgnar „ alvarlegar samkeppnishindranir“ sem einvörðungu séu við lýði til að „tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnisstöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn hafi aldrei verið að vernda neytendur: „Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna“ , sé til að slá ryki í augu neytenda.Réttindi og skyldur Þarna eru ekkert síður en í landbúnaðinum sérhagsmunir og almannahagsmunir á ferðinni. Mér finnst hins vegar leiðarahöfundur ganga of langt í fullyrðingum sínum. Ég hef fylgst vel með skini og skúrum í leigubílarekstri á Íslandi í langan tíma og hefur mér oftar en ekki þótt fara saman hagur neytenda og skipulagðrar samvinnu leigubílstjóra um öryggi og þjónustu. Hvað varðar frelsi í leigubílaakstri þarf einnig að ræða skyldurnar; um það hvernig skuli þjónað vöktunum á jólanótt og þegar lítið sem ekkert er að gera og þar með lítill ávinningur af akstrinum. Og hver ætlar að passa upp á að skemmd epli komist ekki inn í þennan rekstur? Þetta þarf alla vega að ræða og gaumgæfa vel áður en hrapað er að ákvörðunum um gerbreytt fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Klisjutal hefur jafnan verið versti óvinur málefnalegrar umræðu. Alhæfingar eru angi af slíku tali. Það breytir því ekki að stundum geta alhæfingar átt nokkurn rétt á sér því hægt er að ganga langt í að alhæfa um tiltekin þróunarferli. Það er til dæmis staðreynd að smásöluverslun á Íslandi hefur einkennst af því á undanförnum árum að nokkrar risaverslunarkeðjur hafa rutt litlum og millistórum verslunum úr vegi. Við þekkjum öll hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Stóra keðjan stillir framleiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið.“ Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sérstöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sérhagsmunir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé.SVÞ ræðir sérhagsmuni Það eru ekki sérhagsmunir stóru verslunarkeðjanna sem þeir Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Samtaka þjónustu og verslunar, SVÞ, gera að umtalsefni í blaðagrein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Heldur sérhagsmunir íslenskra bænda. Þeir byrja grein sína á gamalkunnri klisju einsog til að minna á slíkan málflutning. Vísa þeir í ákvörðun sem tekin hafi verið „í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll“ nú undir þinglokin um tolla á innflutta landbúnaðarvöru en umrædd ákvörðun hafi verið þess eðlis að slík vara muni verða dýrari en hún þyrfti að vera ef ekki væri verið að verja sérhagsmuni íslensks landbúnaðar. Þetta var inntakið. Eflaust var klisjan bara grín af þeirra hálfu. Engar ákvarðanir voru teknar í bakherbergjum, ekki er heldur reykt lengur í Alþingishúsinu og reyndar held ég að makkarar fyrr á tíð hafi ekki allir verið reykingamenn þótt hitt hafi ratað inn í hina lífsseigu klisju.Samkeppni og samvinna En ef við horfum framhjá gamanmálum þeirra félaga þá ber að taka málflutning þeirra alvarlega. Sú ákvörðun sem þeir vísa í snýst vissulega um hagsmuni. Þeir telja að frjálsræði í innflutningi landbúnaðarafurða og samkeppni hér innanlands sé góð og þjóni almannahag. Ég tel hins vegar fyrir mitt leyti að samvinnan skili okkur meiri árangri þegar upp er staðið; betri og heilnæmari vöru auk þess sem það er gríðarlegt hagsmunamál til langs tíma litið að hafa í landinu öflugan landbúnað. Umræðunnar um innlenda samkeppni í mjólkurframleiðslunni minnumst við frá því í vetur. Hún hverfðist um hagsmuni, annars vegar hagsmuni framleiðenda og neytenda og hins vegar smárra vinnslustöðva sem ekki vildu una því að framleiðendur ynnu saman að úrvinnslu vöru sinnar allt inn í hilluborðið í smásöluverslunum.Fasteignasalar og leigubílstjórar Sérhagsmuni og almannahagsmuni hefur borið mjög á góma í sumar. Ég ætla að nefna tvö áhugaverð dæmi. Fyrra dæmið er úr heimi fasteignasala og hið síðara leigubílstjóra. Ýmsir sem vilja stunda fasteignaviðskipti en hafa ekki haft til þess tilskilin leyfi hafa barist fyrir því frjálsræði að geta starfað án íþyngjandi regluverks og löggildinga og hafa einnig viljað standa utan samtaka fasteignasala. Staðhæft er að aukið frjálsræði og samkeppni án regluverks muni lækka verð. Félag fasteignasala hefur hins vegar haldið því til streitu að regluverk sé til þess fallið að vernda hagsmuni neytenda og samtökin sjái til þess að skemmd epli séu ekki liðin í stéttinni. Hið síðarnefnda sjónarmið hefur orðið ofan á. Þykir mér það gott okkar neytenda vegna. Skylt dæmi eru leigubílstjórar. Innanríkisráðherra segir að nú sé að renna upp tími þar sem leyfisveitingar heyri sögunni til og frjálsræði og samkeppni ráði ríkjum. Þessu er ákaft fagnað í leiðara Fréttablaðsins 11. júlí sl. en þar segir að í núverandi fyrirkomulagi séu fólgnar „ alvarlegar samkeppnishindranir“ sem einvörðungu séu við lýði til að „tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnisstöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn hafi aldrei verið að vernda neytendur: „Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna“ , sé til að slá ryki í augu neytenda.Réttindi og skyldur Þarna eru ekkert síður en í landbúnaðinum sérhagsmunir og almannahagsmunir á ferðinni. Mér finnst hins vegar leiðarahöfundur ganga of langt í fullyrðingum sínum. Ég hef fylgst vel með skini og skúrum í leigubílarekstri á Íslandi í langan tíma og hefur mér oftar en ekki þótt fara saman hagur neytenda og skipulagðrar samvinnu leigubílstjóra um öryggi og þjónustu. Hvað varðar frelsi í leigubílaakstri þarf einnig að ræða skyldurnar; um það hvernig skuli þjónað vöktunum á jólanótt og þegar lítið sem ekkert er að gera og þar með lítill ávinningur af akstrinum. Og hver ætlar að passa upp á að skemmd epli komist ekki inn í þennan rekstur? Þetta þarf alla vega að ræða og gaumgæfa vel áður en hrapað er að ákvörðunum um gerbreytt fyrirkomulag.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun