Þetta er prófraun á leikmennina Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2015 06:30 Heimir vonar að aðrir leikmenn stígi upp í kvöld. vísir/Ernir Þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum gæti lokið í kvöld en bæði FH og KR eru einu marki undir fyrir leiki kvöldsins. KR mætir norska stórveldinu Rosenborg en FH mætir Inter Baku í Aserbaídsjan. Lið FH sem ferðaðist til Aserbaídsjan er vængbrotið en Róbert Örn Óskarsson er í leikbanni og verður því hinn 44 árs gamli Kristján Finnbogason í markinu hjá FH. Þá verða Steven Lennon, Guðmann Þórisson og Atli Viðar Björnsson fjarverandi. Heimir viðurkenndi að ekki væri um óskaundirbúning að ræða. „Sem betur fer eru allir aðrir klárir, þetta er ákveðin prófraun á aðra leikmenn. Þeir eru er sterkari á heimavelli en við sáum í fyrri leiknum að við eigum möguleika ef við eigum góðan leik,“ sagði Heimir sem var viss um að hinn 44 ára gamli Kristján myndi standa sig í markinu. „Hann er ótrúlegur, hann er búinn að vera frábær á æfingum. Hann er í toppstandi og virðist bara verða betri með aldrinum.“ Í Þrándheimi mæta KR-ingar til leiks eftir 0-1 tap á heimavelli. KR-ingar áttu ágætis rispur í leiknum en til þess að stríða norska stórveldinu þurfa þeir að eiga toppleik. „Það er smá óvissa með Þorstein Má en annars eru allir klárir í slaginn. Við getum spilað betur en í síðasta leik en við vitum það að þeir eru með ógnarsterkt lið og munu eflaust spila betur en í fyrri leiknum. Þetta er það stórt lið og kröfur eru gerðar til spilamennskunar þannig að við verðum að eiga toppleik til að eiga séns á að komast áfram, til að byrja með þurfum við að halda hreinu og við reynum að vinna út frá því,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum gæti lokið í kvöld en bæði FH og KR eru einu marki undir fyrir leiki kvöldsins. KR mætir norska stórveldinu Rosenborg en FH mætir Inter Baku í Aserbaídsjan. Lið FH sem ferðaðist til Aserbaídsjan er vængbrotið en Róbert Örn Óskarsson er í leikbanni og verður því hinn 44 árs gamli Kristján Finnbogason í markinu hjá FH. Þá verða Steven Lennon, Guðmann Þórisson og Atli Viðar Björnsson fjarverandi. Heimir viðurkenndi að ekki væri um óskaundirbúning að ræða. „Sem betur fer eru allir aðrir klárir, þetta er ákveðin prófraun á aðra leikmenn. Þeir eru er sterkari á heimavelli en við sáum í fyrri leiknum að við eigum möguleika ef við eigum góðan leik,“ sagði Heimir sem var viss um að hinn 44 ára gamli Kristján myndi standa sig í markinu. „Hann er ótrúlegur, hann er búinn að vera frábær á æfingum. Hann er í toppstandi og virðist bara verða betri með aldrinum.“ Í Þrándheimi mæta KR-ingar til leiks eftir 0-1 tap á heimavelli. KR-ingar áttu ágætis rispur í leiknum en til þess að stríða norska stórveldinu þurfa þeir að eiga toppleik. „Það er smá óvissa með Þorstein Má en annars eru allir klárir í slaginn. Við getum spilað betur en í síðasta leik en við vitum það að þeir eru með ógnarsterkt lið og munu eflaust spila betur en í fyrri leiknum. Þetta er það stórt lið og kröfur eru gerðar til spilamennskunar þannig að við verðum að eiga toppleik til að eiga séns á að komast áfram, til að byrja með þurfum við að halda hreinu og við reynum að vinna út frá því,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira