Garðurinn okkar Magnús Guðmundsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun