Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Sigríður Á. Andersen skrifar 20. júlí 2015 07:00 Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun