Minni óvissa skapar svigrúm fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Í vor var búist við að ekki yrði hægt að heimila lífeyrissjóðunum að fjárfesta í erlendum gjaldeyri fyrr en eftir áramót. vísir/gva Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Alþingi Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið.
Alþingi Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira