Mikilvægt skref fyrir Hafnfirðinga Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun