Hagsmunasamtökin við Austurvöll Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Magnússon Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar