Hagsmunasamtökin við Austurvöll Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Magnússon Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun