Að stofna eigið fyrirtæki er nú eftirsóknarverður kostur Salóme Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 08:00 Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar