Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Kjartan Magnússon skrifar 15. júlí 2015 10:30 Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Kjartan Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun