Ekki að elta gamalmenni heldur nýja lesendur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2015 10:30 Kristinn og Gunnar afhentu sænska kónginum sett af Íslendingasögunum og komu fram hjá Samfundet Sverige Island í Stokkhólmi. Mynd/Simon Carlbäck „Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“ Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“
Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“