Umhverfið er geggjað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2015 10:45 Anna ætlar að koma fyrir kertum og stiga í hellinum í dag og taka nokkra tóna með Páli. „Þetta er stærsta áskorunin hingað til,“ segir Anna Jónsdóttir sópran um tónleikana í Stefánshelli í Hallmundarhrauni annað kvöld, fimmtudag, klukkan átta. Hún ætlar að syngja þar íslensk þjóðlög án undirleiks og eftir sínu höfði auk þess að lýsa sögu laganna. Páll Guðmundsson í Húsafelli ætlar að auðga viðburðinn með því að spila á steinhörpuna tvö lög eftir sjálfan sig, við sléttubönd eftir afa sinn og alnafna. „Mér er sérlegur fengur að því að fá Pál með mér. Lögin hans eru ákaflega falleg og í anda þjóðlaganna. Hann tók líka vel í að koma þarna fram enda er hellirinn í túnfætinum hjá honum,“ segir Anna. Þetta eru áttundu tónleikar Önnu í röðinni Uppi og niðri og þar í miðju og hún hefur þegar sungið í tveimur hellum, Vatnshelli á Snæfellsnesi og Klettshelli í Vestmanneyjum. En gamanið hófst í gömlum tanki norður í Djúpavík á Ströndum. Anna ætlar í Stefánshelli í dag að koma þar fyrir kertum og tröppum því fólk þarf aðeins að stíga niður í hellinn. Hún segir umhverfið geggjað. En hvernig er leiðin? „Þeir sem koma úr Reykjavík beygja af þjóðveginum rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni. Svo er keyrt gegnum Húsafell, fram hjá Kalmanstungu og aðeins lengra en Surtshellir.“ Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er stærsta áskorunin hingað til,“ segir Anna Jónsdóttir sópran um tónleikana í Stefánshelli í Hallmundarhrauni annað kvöld, fimmtudag, klukkan átta. Hún ætlar að syngja þar íslensk þjóðlög án undirleiks og eftir sínu höfði auk þess að lýsa sögu laganna. Páll Guðmundsson í Húsafelli ætlar að auðga viðburðinn með því að spila á steinhörpuna tvö lög eftir sjálfan sig, við sléttubönd eftir afa sinn og alnafna. „Mér er sérlegur fengur að því að fá Pál með mér. Lögin hans eru ákaflega falleg og í anda þjóðlaganna. Hann tók líka vel í að koma þarna fram enda er hellirinn í túnfætinum hjá honum,“ segir Anna. Þetta eru áttundu tónleikar Önnu í röðinni Uppi og niðri og þar í miðju og hún hefur þegar sungið í tveimur hellum, Vatnshelli á Snæfellsnesi og Klettshelli í Vestmanneyjum. En gamanið hófst í gömlum tanki norður í Djúpavík á Ströndum. Anna ætlar í Stefánshelli í dag að koma þar fyrir kertum og tröppum því fólk þarf aðeins að stíga niður í hellinn. Hún segir umhverfið geggjað. En hvernig er leiðin? „Þeir sem koma úr Reykjavík beygja af þjóðveginum rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni. Svo er keyrt gegnum Húsafell, fram hjá Kalmanstungu og aðeins lengra en Surtshellir.“
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira