Litháísk móðuramma deilir um forræði íslensks barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júlí 2015 07:00 Mikið hefur verið fjallað um málið í litháískum fjölmiðlum. mynd/skjáskot Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira