Alger sönghátíð í ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2015 10:00 Helga Bryndís, Hrólfur og Björg leika og syngja í Strandarkirkju á sunnudaginn Vísir/GVA Þetta er alger sönghátíð í ár og ég er ánægð með hvað fólk er áhugasamt um að syngja í Strandarkirkju“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Hún segir söng hljóma sérstaklega vel í kirkjunni því hún gefi svo fallegan hljómbotn. „Það er líka gaman að geta flutt þar falleg ljóð eftir íslensk og erlend skáld.“ Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem leikur á píanó, orgel og harmóníum, koma fram með Björgu á fyrstu tónleikunum nú á sunnudaginn sem hefjast klukkan 14. Rómantíkin er í öndvegi því fluttar verða söngperlur um rómantíkina og frá rómantíska tímabilinu. Björg segir sumarið kalla á slíkar áherslur; náttúran, veðrið og birtan. Dr. Pétur Pétursson mun hefja samkomuna á því að segja í stuttu máli frá kirkjunni og ljósi engilsins sem birtist sjófarendum í sjávarháska. Tónleikarnir eru rétt innan við klukkutíma að lengd, að sögn Bjargar. „Kirkjubekkirnir bjóða eiginlega ekki upp á meira,“ segir hún en bendir á að fólk geti tekið með sér púða til að gera setuna enn bærilegri.Björg hefur sjálf haldið sumartónleika í Strandarkirkju frá árinu 2006 og segir þá hafa orðið kveikjuna að hátíðinni Englar og menn, sem nú er haldin í fjórða skipti „Þetta byrjaði smátt en hefur undið upp á sig. Mér þótti svo einstakt að syngja í þessu magnaða guðshúsi og fólki þótti vænt um að fá tilefni til að fara þangað og hlýða á tónlist. Selvogurinn er sjarmerandi og sunnudagsbíltúr þangað getur sameinað náttúruskoðun, tónlistarupplifun, fræðslu um helgi staðarins og hressingu heimamanna í T-búðinni eða Pylsuvagninum.“ Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er alger sönghátíð í ár og ég er ánægð með hvað fólk er áhugasamt um að syngja í Strandarkirkju“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Hún segir söng hljóma sérstaklega vel í kirkjunni því hún gefi svo fallegan hljómbotn. „Það er líka gaman að geta flutt þar falleg ljóð eftir íslensk og erlend skáld.“ Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem leikur á píanó, orgel og harmóníum, koma fram með Björgu á fyrstu tónleikunum nú á sunnudaginn sem hefjast klukkan 14. Rómantíkin er í öndvegi því fluttar verða söngperlur um rómantíkina og frá rómantíska tímabilinu. Björg segir sumarið kalla á slíkar áherslur; náttúran, veðrið og birtan. Dr. Pétur Pétursson mun hefja samkomuna á því að segja í stuttu máli frá kirkjunni og ljósi engilsins sem birtist sjófarendum í sjávarháska. Tónleikarnir eru rétt innan við klukkutíma að lengd, að sögn Bjargar. „Kirkjubekkirnir bjóða eiginlega ekki upp á meira,“ segir hún en bendir á að fólk geti tekið með sér púða til að gera setuna enn bærilegri.Björg hefur sjálf haldið sumartónleika í Strandarkirkju frá árinu 2006 og segir þá hafa orðið kveikjuna að hátíðinni Englar og menn, sem nú er haldin í fjórða skipti „Þetta byrjaði smátt en hefur undið upp á sig. Mér þótti svo einstakt að syngja í þessu magnaða guðshúsi og fólki þótti vænt um að fá tilefni til að fara þangað og hlýða á tónlist. Selvogurinn er sjarmerandi og sunnudagsbíltúr þangað getur sameinað náttúruskoðun, tónlistarupplifun, fræðslu um helgi staðarins og hressingu heimamanna í T-búðinni eða Pylsuvagninum.“
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira