Dýraníð – þversögn þjóðar Þröstur Friðfinnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun