Hátískan í hávegum höfð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 12:30 Maison Margiela Mynd/Getty Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira