Hlekkir nýlenduhugsunarháttar Skjóðan skrifar 8. júlí 2015 12:00 Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira