Konur verði óhræddari við að fjárfesta Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júlí 2015 12:00 Þórdís Lóa rak Pizza Hut ásamt eiginmanni sínum og rak einnig slíka veitingastaði í Finnlandi. Hún seldi Helga Vilhjálmssyni í Góu matsölustaðinn hér á Íslandi fyrr á árinu. Þórdís Lóa segir að tengslanet kvenna í atvinnulífinu sé mjög mikilvægt og að þær séu að verða meðvitaðri um það. fréttablaðið/auðunn Konur fögnuðu 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á svipuðum tíma og haldið var upp á 35 ára kosningaafmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Staða kvenna í stjórnmálum fer batnandi, þótt einhverjum kunni að finnast sú þróun of hæg. Til að mynda hafa aldrei verið fleiri konur á Alþingi en nú. En er sá árangur sem hefur náðst í að jafna stöðu kynjanna minni í viðskiptalífinu en í stjórnmálum? „Ég held að hann sé kannski aðeins öðruvísi. Í viðskiptalífinu hefur náðst sá árangur að konur eru að koma mjög sterkar inn í fyrirtækin og inn í millistjórnendastöður og upp skalann. En þær eru ekki að komast eins mikið inn í framkvæmdastjórnir og við hefðum viljað sjá,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún bendir á að konur stundi nú háskólanám til jafns við karla og í sumum tilfellum í mun meiri mæli. Konur sem útskrifast til dæmis úr viðskiptafræði, lögfræði, markaðs- og auglýsingafræði og verkfræði fái góðar stöður hjá fyrirtækjunum. FKA vilji ýta á að þær fái enn betri stöðu innan þeirra.Þið hafið bent á að staða kvenna innan helstu hagsmunafélaga í atvinnulífinu er ekkert sérstaklega sterk. „Nei, hún er það ekki,“ segir Þórdís Lóa. Þegar FKA hafi skoðað hlutföllin hafi þau komið svolítið á óvart. Í níu helstu hagsmunafélögunum er einungis ein kona framkvæmdastjóri og tvær konur formenn. „Við lítum svolítið á að það sé okkar hlutverk að sýna fram á þetta,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir konur síður en svo óvelkomnar í þessi hlutverk. Hlutirnir þróist einfaldlega svona. Það snúi upp á alla að breyta þessari stöðu. Félag kvenna í atvinnulífinu, Creditinfo og Samtök atvinnulífsins réðust saman í það verkefni árið 2009 að vinna að auknum fjölbreytileika í stjórnum fyrirtækja. Þórdís Lóa segir að verkefnið hafi alls ekki bara snúist um kynjakvóta heldur aukna fjölbreytni í víðara samhengi. Í aldri og jafnvel búsetu líka. Málið hafi snúist um það að fá sjónarhorn allra að borðinu. Og Þórdís Lóa segir að málið snúist um það að búa til viðhorfsbreytingu og kúltúrbreytingu í stjórnum fyrirtækjanna. Þegar hugarfarsbreytingin sé orðin að veruleika inni í stjórnum ætti hún að geta dreifst inn í framkvæmdastjórnina og svo lengra inn í fyrirtækið. „En síðan setur ríkisstjórnin árið seinna lög um kynjakvóta. Þá breytist þetta verkefni og þá fara allir að vinna að því að vera réttum megin við lögin,“ segir Þórdís Lóa.Þessi lög um kynjakvóta eru dálítið íþyngjandi. Telurðu að það sé rétt að þau hverfi með tíð og tíma eða telurðu að þau séu komin til að vera? Í fyrsta lagi myndi ég ekki segja að þetta væri íþyngjandi fyrir fyrirtæki. Þetta væri það ef við værum með flokka af konum sem væru ómenntaðar og með enga reynslu. En það er það ekki.“ Þórdís Lóa viðurkennir þó að lagasetningin sé kvöð, það sé verið að stýra fyrirtækjunum. „Þetta var sett á af því að það var ekki trú íslenskra stjórnmálamanna að viðskiptalífið gæti gert þetta sjálft,“ segir Þórdís Lóa. Ómögulegt sé að segja hvort það hafi verið rétt mat. Hún segist upphaflega ekki hafa verið fylgjandi slíkri lagasetningu en síðan breytt um skoðun. Fordæmi séu fyrir því að lögum hafi verið breytt til að ná hugafarsbreytingu. Þar nefnir Þórdís Lóa lög um jöfn laun og lög um fæðingarorlof. „Vonandi getum við einn daginn tekið þessi lög af, en það verður ekki alveg strax,“ segir Þórdís Lóa. Það verði að breyta menningunni innan fyrirtækja og hugarfari þannig að karlar og konur eigi jöfn tækifæri. Það taki nokkur ár að breyta því.FKA er fimmtán ára um þessar mundir. Hverjir eru stærstu sigrarnir í starfi félagsins? „Stærsti sigurinn er kannski að við höfum náð að beina sjónum að konum í atvinnulífinu. Við höfum náð að draga þær aðeins fram og gera þær sýnilegar,“ segir Þórdís Lóa. Þetta hafi verið gert með ýmsum hætti, til dæmis með viðurkenningarhátíð félagsins einu sinni á ári. Konum í FKA hafi fjölgað og tekist hafi að tengja saman konur úr ólíkum geirum atvinnulífsins. „Og við höfum náð að innleiða tengslanetið í kúltúr kvenna,“ segir Þórdís Lóa. Þetta sé mikilvægt skref sem hafi verið stigið á síðustu 20 árum. Konur séu orðnar miklu meðvitaðri um mikilvægi tengslanetsins á atvinnumarkaði. Þá bendir Þórdís Lóa á að síðan 2013 hafi félagið verið í samstarfi við Kauphöllina, VÍB og Naskar investment sem kallast Fjölbreytni á markaði. „Þar erum við að beina sjónum að konum sem fjárfestum,“ segir Þórdís Lóa. Hún bendir á að könnun sem Viðskiptablaðið lét gera hafi sýnt að eftir hrun treystu 98 prósent kvenna ekki fjárfestingum í hlutabréfum eða því að setja peningana sína í einhverja fjárfestingu. „Við höfum verið að beina sjónum okkar að því og að konurnar sjálfar taki af skarið og fjárfesti, taki þátt í fjárfestingum,“ segir Þórdís Lóa. Ekkert þurfi að stöðva konur, frekar en karla, í að fjárfesta.Hvað á félagið ógert? „Það sem er ógert og við þurfum að gera núna er að skoða hvernig ásýnd kvenna er í fjölmiðlum. Bæði hvernig fjölmiðlarnir eru, við hverja er verið að taka viðtöl og um hvað er verið að fjalla. Af hverju eru þessar fréttir harðar fréttir en aðrar fréttir mjúkar fréttir og hver ákveður það,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að því fleiri konur sem eru í stjórnmálum og því fleiri konur sem fara fyrir félagasamtökum, þeim mun auðveldara verði fyrir fjölmiðla að ná í þær. Þar með sé sagan ekki öll sögð. Fjölmiðlar verði líka að breyta vali sínu á viðmælendum þannig að fréttirnar endurspegli viðhorf alls samfélagsins en ekki bara valdastrúktúrsins í samfélaginu. Þetta sé verkefni sem félagið vinni að núna og fái góðan hljómgrunn.Hafa fjölmiðlar meiri áhuga á því að tala við karla en konur? „Við erum ekkert sérstaklega að taka út konur í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa. Hún bendir jafnframt á að staðan hafi verið þannig undanfarin ár að í 25-30 prósentum tilvika sé talað við konur í ljósvakamiðlum. Prentmiðlarnir séu öðruvísi þar sem eru dálkar tengdir dægurmálum eins og Smartland sem skekki myndina. Þórdís Lóa segir að þetta misvægi í vali á viðmælendum sé vegna ómeðvitaðrar skekkju í hugarfari fólks og þessari skekkju þurfi að eyða. „Ég sem bisnesskona hef verið að spyrja þá sem eiga og stjórna fjölmiðlafyrirtækjunum hvort þeir séu nokkuð að tapa viðskiptum á því að láta fjölmiðlana endurspegla viðfangsefnið svona út í samfélagið. Eru ekki tekjumöguleikar í því að vera með bæði kynin miklu betur representeruð í fjölmiðlum?“ spyr Þórdís Lóa. Alþingi Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Konur fögnuðu 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á svipuðum tíma og haldið var upp á 35 ára kosningaafmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Staða kvenna í stjórnmálum fer batnandi, þótt einhverjum kunni að finnast sú þróun of hæg. Til að mynda hafa aldrei verið fleiri konur á Alþingi en nú. En er sá árangur sem hefur náðst í að jafna stöðu kynjanna minni í viðskiptalífinu en í stjórnmálum? „Ég held að hann sé kannski aðeins öðruvísi. Í viðskiptalífinu hefur náðst sá árangur að konur eru að koma mjög sterkar inn í fyrirtækin og inn í millistjórnendastöður og upp skalann. En þær eru ekki að komast eins mikið inn í framkvæmdastjórnir og við hefðum viljað sjá,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún bendir á að konur stundi nú háskólanám til jafns við karla og í sumum tilfellum í mun meiri mæli. Konur sem útskrifast til dæmis úr viðskiptafræði, lögfræði, markaðs- og auglýsingafræði og verkfræði fái góðar stöður hjá fyrirtækjunum. FKA vilji ýta á að þær fái enn betri stöðu innan þeirra.Þið hafið bent á að staða kvenna innan helstu hagsmunafélaga í atvinnulífinu er ekkert sérstaklega sterk. „Nei, hún er það ekki,“ segir Þórdís Lóa. Þegar FKA hafi skoðað hlutföllin hafi þau komið svolítið á óvart. Í níu helstu hagsmunafélögunum er einungis ein kona framkvæmdastjóri og tvær konur formenn. „Við lítum svolítið á að það sé okkar hlutverk að sýna fram á þetta,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir konur síður en svo óvelkomnar í þessi hlutverk. Hlutirnir þróist einfaldlega svona. Það snúi upp á alla að breyta þessari stöðu. Félag kvenna í atvinnulífinu, Creditinfo og Samtök atvinnulífsins réðust saman í það verkefni árið 2009 að vinna að auknum fjölbreytileika í stjórnum fyrirtækja. Þórdís Lóa segir að verkefnið hafi alls ekki bara snúist um kynjakvóta heldur aukna fjölbreytni í víðara samhengi. Í aldri og jafnvel búsetu líka. Málið hafi snúist um það að fá sjónarhorn allra að borðinu. Og Þórdís Lóa segir að málið snúist um það að búa til viðhorfsbreytingu og kúltúrbreytingu í stjórnum fyrirtækjanna. Þegar hugarfarsbreytingin sé orðin að veruleika inni í stjórnum ætti hún að geta dreifst inn í framkvæmdastjórnina og svo lengra inn í fyrirtækið. „En síðan setur ríkisstjórnin árið seinna lög um kynjakvóta. Þá breytist þetta verkefni og þá fara allir að vinna að því að vera réttum megin við lögin,“ segir Þórdís Lóa.Þessi lög um kynjakvóta eru dálítið íþyngjandi. Telurðu að það sé rétt að þau hverfi með tíð og tíma eða telurðu að þau séu komin til að vera? Í fyrsta lagi myndi ég ekki segja að þetta væri íþyngjandi fyrir fyrirtæki. Þetta væri það ef við værum með flokka af konum sem væru ómenntaðar og með enga reynslu. En það er það ekki.“ Þórdís Lóa viðurkennir þó að lagasetningin sé kvöð, það sé verið að stýra fyrirtækjunum. „Þetta var sett á af því að það var ekki trú íslenskra stjórnmálamanna að viðskiptalífið gæti gert þetta sjálft,“ segir Þórdís Lóa. Ómögulegt sé að segja hvort það hafi verið rétt mat. Hún segist upphaflega ekki hafa verið fylgjandi slíkri lagasetningu en síðan breytt um skoðun. Fordæmi séu fyrir því að lögum hafi verið breytt til að ná hugafarsbreytingu. Þar nefnir Þórdís Lóa lög um jöfn laun og lög um fæðingarorlof. „Vonandi getum við einn daginn tekið þessi lög af, en það verður ekki alveg strax,“ segir Þórdís Lóa. Það verði að breyta menningunni innan fyrirtækja og hugarfari þannig að karlar og konur eigi jöfn tækifæri. Það taki nokkur ár að breyta því.FKA er fimmtán ára um þessar mundir. Hverjir eru stærstu sigrarnir í starfi félagsins? „Stærsti sigurinn er kannski að við höfum náð að beina sjónum að konum í atvinnulífinu. Við höfum náð að draga þær aðeins fram og gera þær sýnilegar,“ segir Þórdís Lóa. Þetta hafi verið gert með ýmsum hætti, til dæmis með viðurkenningarhátíð félagsins einu sinni á ári. Konum í FKA hafi fjölgað og tekist hafi að tengja saman konur úr ólíkum geirum atvinnulífsins. „Og við höfum náð að innleiða tengslanetið í kúltúr kvenna,“ segir Þórdís Lóa. Þetta sé mikilvægt skref sem hafi verið stigið á síðustu 20 árum. Konur séu orðnar miklu meðvitaðri um mikilvægi tengslanetsins á atvinnumarkaði. Þá bendir Þórdís Lóa á að síðan 2013 hafi félagið verið í samstarfi við Kauphöllina, VÍB og Naskar investment sem kallast Fjölbreytni á markaði. „Þar erum við að beina sjónum að konum sem fjárfestum,“ segir Þórdís Lóa. Hún bendir á að könnun sem Viðskiptablaðið lét gera hafi sýnt að eftir hrun treystu 98 prósent kvenna ekki fjárfestingum í hlutabréfum eða því að setja peningana sína í einhverja fjárfestingu. „Við höfum verið að beina sjónum okkar að því og að konurnar sjálfar taki af skarið og fjárfesti, taki þátt í fjárfestingum,“ segir Þórdís Lóa. Ekkert þurfi að stöðva konur, frekar en karla, í að fjárfesta.Hvað á félagið ógert? „Það sem er ógert og við þurfum að gera núna er að skoða hvernig ásýnd kvenna er í fjölmiðlum. Bæði hvernig fjölmiðlarnir eru, við hverja er verið að taka viðtöl og um hvað er verið að fjalla. Af hverju eru þessar fréttir harðar fréttir en aðrar fréttir mjúkar fréttir og hver ákveður það,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að því fleiri konur sem eru í stjórnmálum og því fleiri konur sem fara fyrir félagasamtökum, þeim mun auðveldara verði fyrir fjölmiðla að ná í þær. Þar með sé sagan ekki öll sögð. Fjölmiðlar verði líka að breyta vali sínu á viðmælendum þannig að fréttirnar endurspegli viðhorf alls samfélagsins en ekki bara valdastrúktúrsins í samfélaginu. Þetta sé verkefni sem félagið vinni að núna og fái góðan hljómgrunn.Hafa fjölmiðlar meiri áhuga á því að tala við karla en konur? „Við erum ekkert sérstaklega að taka út konur í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa. Hún bendir jafnframt á að staðan hafi verið þannig undanfarin ár að í 25-30 prósentum tilvika sé talað við konur í ljósvakamiðlum. Prentmiðlarnir séu öðruvísi þar sem eru dálkar tengdir dægurmálum eins og Smartland sem skekki myndina. Þórdís Lóa segir að þetta misvægi í vali á viðmælendum sé vegna ómeðvitaðrar skekkju í hugarfari fólks og þessari skekkju þurfi að eyða. „Ég sem bisnesskona hef verið að spyrja þá sem eiga og stjórna fjölmiðlafyrirtækjunum hvort þeir séu nokkuð að tapa viðskiptum á því að láta fjölmiðlana endurspegla viðfangsefnið svona út í samfélagið. Eru ekki tekjumöguleikar í því að vera með bæði kynin miklu betur representeruð í fjölmiðlum?“ spyr Þórdís Lóa.
Alþingi Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira