Fyrsta PIP-púðamálið tapast í áfrýjunarrétti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alls fengu um 440 íslenskar konur ígræddar PIP-brjóstafyllingar með iðnaðarsilíkoni. nordicphotos/afp Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira