Skrifar leikverk um fyrsta fólkið á Mars Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:00 "Verkið er stúdía um hvernig við sviðsetjum raunveruleikann og tækin sem við notum til þess. Hvert getur flóttinn undan manni sjálfum rekið mann?“ segir Jónas Reynir. Vísir/Andri Marinó Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira