Nýting einkabíla afar slök Guðrún Ansnes skrifar 4. júlí 2015 12:00 Þeir Baldur Árnason og Sölvi Melax standa saman að baki Viking car. vísir/ernir „Hér er fyrsta haldbæra dæmið um lögleiðingu deilihagkerfis á Íslandi,“ segir Sölvi Melax, maðurinn á bak við fyrirtækið Viking Cars, sem hefur þá sérstöðu í samanburði við aðra þátttakendur í Startup Reykjavík að það er komið á blússandi skrið og fagnaði í vikunni eins árs afmæli. Sömuleiðis fagnaði Viking Cars nýlega samþykktum lögum á Alþingi sem heimila leigumiðlun á ökutækjum. Viking Cars er vettvangur fyrir bíleigendur til að deila bílum sínum á öruggan hátt með öðrum gegn gjaldi. Með því á að stuðla að fullnýtingu einkabílsins á Íslandi. Viðskiptafræðingurinn Sölvi segir lélega nýtingu á bílum á Íslandi og ískyggilega hátt verð bílaleiga, sem sennilega sé hæst á Íslandi á heimsmælikvarða, hafi verið uppspretta hugmyndar að markaðstorgi fyrir bíla. „Íslendingar eiga mikið af bílum og nýtingin er mjög léleg. Þegar fólk fer til að mynda í frí, eða nýtir sumarið í að hjóla á milli staða, stendur bíllinn oft ónotaður í innkeyrslunni,“ útskýrir Sölvi. Hann segist hafa brennandi áhuga á að hjálpa fjölskyldum í landinu að skapa viðbótartekjur með bílnum, með aðstoð deilihagkerfisins. „Þannig er verið að hámarka nýtnina, og fólk getur alveg ákveðið hversu mikið bíllinn er leigður,“ segir Sölvi og bætir við að útleigan sé miðuð við að langtímaleiga séu nokkrir dagar en skammtímaleiga markist við klukkustundir. „Sé horft til norðurlandanna eru fyrirmyndir vissulega til staðar. En þar er enginn risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi.Startup Reykjavík stendur nú sem hæst, þar sem utanumhald fyrir unga frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum í verk er i brennidepli. Um ræðir samstarf Arion banka og Klak innovit, en tíu verkefni eru valin ár hvert til að taka. Að loknum undirbúningi, fræðslu og framkvæmd eru verkefnin kynnt fjárfestum. Alþingi Tengdar fréttir Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00 Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
„Hér er fyrsta haldbæra dæmið um lögleiðingu deilihagkerfis á Íslandi,“ segir Sölvi Melax, maðurinn á bak við fyrirtækið Viking Cars, sem hefur þá sérstöðu í samanburði við aðra þátttakendur í Startup Reykjavík að það er komið á blússandi skrið og fagnaði í vikunni eins árs afmæli. Sömuleiðis fagnaði Viking Cars nýlega samþykktum lögum á Alþingi sem heimila leigumiðlun á ökutækjum. Viking Cars er vettvangur fyrir bíleigendur til að deila bílum sínum á öruggan hátt með öðrum gegn gjaldi. Með því á að stuðla að fullnýtingu einkabílsins á Íslandi. Viðskiptafræðingurinn Sölvi segir lélega nýtingu á bílum á Íslandi og ískyggilega hátt verð bílaleiga, sem sennilega sé hæst á Íslandi á heimsmælikvarða, hafi verið uppspretta hugmyndar að markaðstorgi fyrir bíla. „Íslendingar eiga mikið af bílum og nýtingin er mjög léleg. Þegar fólk fer til að mynda í frí, eða nýtir sumarið í að hjóla á milli staða, stendur bíllinn oft ónotaður í innkeyrslunni,“ útskýrir Sölvi. Hann segist hafa brennandi áhuga á að hjálpa fjölskyldum í landinu að skapa viðbótartekjur með bílnum, með aðstoð deilihagkerfisins. „Þannig er verið að hámarka nýtnina, og fólk getur alveg ákveðið hversu mikið bíllinn er leigður,“ segir Sölvi og bætir við að útleigan sé miðuð við að langtímaleiga séu nokkrir dagar en skammtímaleiga markist við klukkustundir. „Sé horft til norðurlandanna eru fyrirmyndir vissulega til staðar. En þar er enginn risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi.Startup Reykjavík stendur nú sem hæst, þar sem utanumhald fyrir unga frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum í verk er i brennidepli. Um ræðir samstarf Arion banka og Klak innovit, en tíu verkefni eru valin ár hvert til að taka. Að loknum undirbúningi, fræðslu og framkvæmd eru verkefnin kynnt fjárfestum.
Alþingi Tengdar fréttir Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00 Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00
Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00