Markmið leiðréttingarinnar náðust að fullu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána sést svart á hvítu hversu vel hefur tekist til við leiðréttinguna. Hvert orð sem sagt var um leiðréttinguna hefur staðið eins og stafur á bók. Hvert skref var í samræmi við áætlun. Ástæða er til að þakka þeim stóra hópi sem gerði þetta verkefni að veruleika. Leiðréttingin kemur til af forsendubresti og varð að helsta kosningamáli alþingiskosninga árið 2013 eins og flestir muna. Þeir sem urðu fyrir tjóni vegna ófyrirséðrar hækkunar á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána fá tjónið bætt, óháð „stétt eða stöðu“. Fyrir þessari aðgerð eru 1) réttlætisrök – almenningur varð fyrir forsendubresti og sértækar aðgerðir skiluðu takmörkuðum árangri, 2) jafnræðisrök – lánaform á ekki að ákvarða örlög heimila, 3) sanngirnisrök – tjón almennings af bankahruninu var verulegt og 4) efnahagsleg rök – há skuldsetning heimila dregur úr krafti efnahagslífsins. Leiðréttingin byggir á samspili beinnar niðurfærslu höfuðstóls og skattleysis séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Þeir sem nýta báða liði leiðréttingarinnar geta lækkað húsnæðisskuldir sínar um rúmlega 20%. Leiðréttingin leiðir einnig til tekjujöfnuðar enda kemur hún hlutfallslega langbest út fyrir þá tekjulægri. Hún líkist mest krónutöluhækkunum í kjarasamningum. Leiðrétting þeirra 10% sem lægstar hafa tekjurnar nemur rúmlega 60% af árstekjum þeirra en um 8% hjá þeim 10% sem hæstar hafa tekjurnar. Dreifing leiðréttingarinnar eftir tekjum er til muna jafnari en dreifing fyrri úrræða, svo sem 110% leiðarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir hinna herskárri skrifa um málið á síðunni í gær. Stjórnarandstöðudálkurinn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósannindum að leiðréttingin renni að mestu til hátekjufólks (raunin er þveröfug -ólíkt 110% leiðinni) og í leiðara er fullyrt að fjármagn til leiðréttingarinnar hafi ekki verið sótt til kröfuhafa eins og lofað hafði verið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráðgáta. Bankaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóðarbúsins vegna slitabúa bankanna og leiðréttingarinnar. Nú liggur hins vegar fyrir að svigrúmið, sem margir töldu fyrir kosningar að væru sjónhverfingar einar, er meira en fyrirheit voru gefin um fyrir kosningar. Það liggur líka fyrir að það var miklu meira en nóg til að standa undir lækkun skulda heimilanna, rétt eins og lofað var fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána sést svart á hvítu hversu vel hefur tekist til við leiðréttinguna. Hvert orð sem sagt var um leiðréttinguna hefur staðið eins og stafur á bók. Hvert skref var í samræmi við áætlun. Ástæða er til að þakka þeim stóra hópi sem gerði þetta verkefni að veruleika. Leiðréttingin kemur til af forsendubresti og varð að helsta kosningamáli alþingiskosninga árið 2013 eins og flestir muna. Þeir sem urðu fyrir tjóni vegna ófyrirséðrar hækkunar á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána fá tjónið bætt, óháð „stétt eða stöðu“. Fyrir þessari aðgerð eru 1) réttlætisrök – almenningur varð fyrir forsendubresti og sértækar aðgerðir skiluðu takmörkuðum árangri, 2) jafnræðisrök – lánaform á ekki að ákvarða örlög heimila, 3) sanngirnisrök – tjón almennings af bankahruninu var verulegt og 4) efnahagsleg rök – há skuldsetning heimila dregur úr krafti efnahagslífsins. Leiðréttingin byggir á samspili beinnar niðurfærslu höfuðstóls og skattleysis séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Þeir sem nýta báða liði leiðréttingarinnar geta lækkað húsnæðisskuldir sínar um rúmlega 20%. Leiðréttingin leiðir einnig til tekjujöfnuðar enda kemur hún hlutfallslega langbest út fyrir þá tekjulægri. Hún líkist mest krónutöluhækkunum í kjarasamningum. Leiðrétting þeirra 10% sem lægstar hafa tekjurnar nemur rúmlega 60% af árstekjum þeirra en um 8% hjá þeim 10% sem hæstar hafa tekjurnar. Dreifing leiðréttingarinnar eftir tekjum er til muna jafnari en dreifing fyrri úrræða, svo sem 110% leiðarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir hinna herskárri skrifa um málið á síðunni í gær. Stjórnarandstöðudálkurinn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósannindum að leiðréttingin renni að mestu til hátekjufólks (raunin er þveröfug -ólíkt 110% leiðinni) og í leiðara er fullyrt að fjármagn til leiðréttingarinnar hafi ekki verið sótt til kröfuhafa eins og lofað hafði verið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráðgáta. Bankaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóðarbúsins vegna slitabúa bankanna og leiðréttingarinnar. Nú liggur hins vegar fyrir að svigrúmið, sem margir töldu fyrir kosningar að væru sjónhverfingar einar, er meira en fyrirheit voru gefin um fyrir kosningar. Það liggur líka fyrir að það var miklu meira en nóg til að standa undir lækkun skulda heimilanna, rétt eins og lofað var fyrir kosningar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun