Minni samkeppni í bankastarfsemi á Íslandi? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun