Minni samkeppni í bankastarfsemi á Íslandi? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun