Minni samkeppni í bankastarfsemi á Íslandi? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun