Hinn endalausi gríski harmleikur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. júní 2015 09:15 Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira