Hvers vegna stefndi BHM ríkinu? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. júní 2015 00:00 BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar