Til hamingju með daginn! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur!
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun