Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017 Jón Þór Ólafsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun