Kominn tími á nýtt efni frá Mugison Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. júní 2015 08:00 Mugison og Pétur Ben komu fram á þremur listahátíðum í Belgíu með barokkhópnum. Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir nafninu Mugison, hefur að undanförnu haft í nógu að snúast og er nýkominn heim eftir mikla barokkævintýraferð. „Ég var í miklu barokkævintýri í Belgíu. Þetta er verkefni sem við Pétur Ben vorum saman í. Við vorum að semja tónlist fyrir barokkhóp í Belgíu sem var mjög skemmtilegt,“ segir Mugison spurður út í ævintýrið. Verkefnið kom til þegar Mugison var að hita upp fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men í Brussel árið 2013 og kynntist þar manni sem vildi ólmur fá Vestfirðinginn til þess að semja tónlist fyrir tónlistarhópinn sinn. „Já, ég rakst á þennan fína náunga í Brussel þegar ég var á leiðinni að hitta frænda á bar í Brussel og hann vissi hver ég var. Svo eftir smá þá kom í ljós að hann langaði að fá mig til þess að semja músík fyrir hópinn sinn en hann er listrænn stjórnandi hópsins. Þessi náungi er svona blanda af Íþróttaálfinum og Laxness, mjög flippaður og kúltíveraður, þrælskemmtilegur náungi,“ segir Mugison um kappann. Kom svo að því að þeir Pétur Ben fóru til Belgíu til þess að hitta hann og hópinn og æfa þau verk sem Mugison hafði samið. Hópurinn hefur nú þegar spilað á þremur listahátíðum í Belgíu. „Við vorum þarna úti eiginlega allan maímánuð. Það var virkilega gaman að semja tónlist á svona sérstök hljóðfæri. Við æfðum þarna úti í svona tíu daga sem er svolítið öðruvísi en þegar maður hefur verið að vinna almennt með atvinnuhljóðfæraleikurum hér heima. Maður er með þá í kannski hálfan dag í stúdíóinu en þarna var þetta allt æft í drasl,“ segir Mugison um ferlið.mikil gleði Mugison og Pétur Ben komu fram á þremur listahátíðum í Belgíu með barokkhópnum.Eitthvað af því efni sem Mugison vann í Belgíu fer á nýja plötu sem hann vinnur nú að hörðum höndum. „Það er eiginlega búið að velja lögin á plötuna og ég búinn með alla grunnana. Eitthvað af þessu efni fer á plötuna,“ segir Mugison, sem var einmitt á fullu í skúrnum í Súðavík að vinna í tónlistinni þegar blaðamaður náði tali af honum. Mugison setti nýtt lag á netið í vikunni sem heitir Lazing On. „Við hjónin fórum með strákana niður á strönd upp úr miðnætti einhvern tíma síðasta sumar, það var ótrúleg upplifun, synda í sjónum, tunglið og sólin, bjart sem dagur, algjör galdur – ég varð að reyna að fanga þetta í lag,“ segir Mugison um lagið. Hann gaf út plötuna Haglél árið 2011 og er hún ein mest selda plata íslenskrar tónlistarsögu og seldist í um 32.000 eintökum á útgáfuárinu. Er ekki smá pressa á þér og næstu plötu? „Jú, ég finn að það er kominn tími á nýtt efni. Ég er samt sem áður minn versti gagnrýnandi, þegar ég er að búa til rólegt lag öskrar einhvers konar innri vitleysingur: „Hættu þessu væli!“ og þegar ég er að vinna eitthvað sem mér finnst töff segir hann: „Djöfulsins tilgerð“.“Umfjöllun um tónleikana í belgíska blaðinu, De Standaard.Hann segir jafnframt tónlistarstíl plötunnar fjölbreyttan. „Ætli tónlistarstefnan á plötunni fari ekki bara vítt og breitt. Ég veit ekki alveg hvernig þetta endar.“ Hann langar mikið til þess að fara í tónleikaferð í byrjun október. „Ef ég ætla að fara að túra í október þá þarf platan að vera tilbúin í ágúst, sérstaklega ef maður ætlar að föndra aftur sjálfur,“ segir Mugison sem ætlar að föndra næsta plötuumslag líkt og hann gerði við síðustu plötu. „Það eru flestir orðnir þreyttir á þessu föndri í kringum mig en það er bara svo gaman að búa til eitthvað svona.“ Mugison kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni síðar í mánuðinum og vonast til þess að geta leikið þar tvö til þrjú ný lög. Þetta verða jafnframt einu tónleikarnir hans í sumar, eða þar til að nýja platan verður tilbúin.Lazing On flúkkunýtt lag, hvernig líst þér á? / Lazing On first single from my next album, how do you like it?Posted by mugison on Tuesday, June 9, 2015 Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir nafninu Mugison, hefur að undanförnu haft í nógu að snúast og er nýkominn heim eftir mikla barokkævintýraferð. „Ég var í miklu barokkævintýri í Belgíu. Þetta er verkefni sem við Pétur Ben vorum saman í. Við vorum að semja tónlist fyrir barokkhóp í Belgíu sem var mjög skemmtilegt,“ segir Mugison spurður út í ævintýrið. Verkefnið kom til þegar Mugison var að hita upp fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men í Brussel árið 2013 og kynntist þar manni sem vildi ólmur fá Vestfirðinginn til þess að semja tónlist fyrir tónlistarhópinn sinn. „Já, ég rakst á þennan fína náunga í Brussel þegar ég var á leiðinni að hitta frænda á bar í Brussel og hann vissi hver ég var. Svo eftir smá þá kom í ljós að hann langaði að fá mig til þess að semja músík fyrir hópinn sinn en hann er listrænn stjórnandi hópsins. Þessi náungi er svona blanda af Íþróttaálfinum og Laxness, mjög flippaður og kúltíveraður, þrælskemmtilegur náungi,“ segir Mugison um kappann. Kom svo að því að þeir Pétur Ben fóru til Belgíu til þess að hitta hann og hópinn og æfa þau verk sem Mugison hafði samið. Hópurinn hefur nú þegar spilað á þremur listahátíðum í Belgíu. „Við vorum þarna úti eiginlega allan maímánuð. Það var virkilega gaman að semja tónlist á svona sérstök hljóðfæri. Við æfðum þarna úti í svona tíu daga sem er svolítið öðruvísi en þegar maður hefur verið að vinna almennt með atvinnuhljóðfæraleikurum hér heima. Maður er með þá í kannski hálfan dag í stúdíóinu en þarna var þetta allt æft í drasl,“ segir Mugison um ferlið.mikil gleði Mugison og Pétur Ben komu fram á þremur listahátíðum í Belgíu með barokkhópnum.Eitthvað af því efni sem Mugison vann í Belgíu fer á nýja plötu sem hann vinnur nú að hörðum höndum. „Það er eiginlega búið að velja lögin á plötuna og ég búinn með alla grunnana. Eitthvað af þessu efni fer á plötuna,“ segir Mugison, sem var einmitt á fullu í skúrnum í Súðavík að vinna í tónlistinni þegar blaðamaður náði tali af honum. Mugison setti nýtt lag á netið í vikunni sem heitir Lazing On. „Við hjónin fórum með strákana niður á strönd upp úr miðnætti einhvern tíma síðasta sumar, það var ótrúleg upplifun, synda í sjónum, tunglið og sólin, bjart sem dagur, algjör galdur – ég varð að reyna að fanga þetta í lag,“ segir Mugison um lagið. Hann gaf út plötuna Haglél árið 2011 og er hún ein mest selda plata íslenskrar tónlistarsögu og seldist í um 32.000 eintökum á útgáfuárinu. Er ekki smá pressa á þér og næstu plötu? „Jú, ég finn að það er kominn tími á nýtt efni. Ég er samt sem áður minn versti gagnrýnandi, þegar ég er að búa til rólegt lag öskrar einhvers konar innri vitleysingur: „Hættu þessu væli!“ og þegar ég er að vinna eitthvað sem mér finnst töff segir hann: „Djöfulsins tilgerð“.“Umfjöllun um tónleikana í belgíska blaðinu, De Standaard.Hann segir jafnframt tónlistarstíl plötunnar fjölbreyttan. „Ætli tónlistarstefnan á plötunni fari ekki bara vítt og breitt. Ég veit ekki alveg hvernig þetta endar.“ Hann langar mikið til þess að fara í tónleikaferð í byrjun október. „Ef ég ætla að fara að túra í október þá þarf platan að vera tilbúin í ágúst, sérstaklega ef maður ætlar að föndra aftur sjálfur,“ segir Mugison sem ætlar að föndra næsta plötuumslag líkt og hann gerði við síðustu plötu. „Það eru flestir orðnir þreyttir á þessu föndri í kringum mig en það er bara svo gaman að búa til eitthvað svona.“ Mugison kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni síðar í mánuðinum og vonast til þess að geta leikið þar tvö til þrjú ný lög. Þetta verða jafnframt einu tónleikarnir hans í sumar, eða þar til að nýja platan verður tilbúin.Lazing On flúkkunýtt lag, hvernig líst þér á? / Lazing On first single from my next album, how do you like it?Posted by mugison on Tuesday, June 9, 2015
Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira