Frumskylda að verja lífskjör almennings Þórunn Egilsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Frumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm. Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan. Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur. Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika. Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar. Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Frumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm. Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan. Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur. Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika. Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar. Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar