Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:00 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad á Spáni og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Fréttablaðið/valli „Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
„Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki