Tæplega gripið inn í áður en sést til lands Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Í Karphúsinu í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari tók á móti samninganefndum iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins eftir hádegi í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira