Læsi er forgangsmál í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. júní 2015 07:00 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar