Hvað bíður nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga? Aníta Aagestad og Rakel Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun