Alt-J stóð fyrir sínu en ekki meir en það Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2015 13:00 Alt-J á sviði. vísir/nordic photos Tónleikar Alt-J tónleikar Vodafonehöllin 2. júní Breska tríóið Alt-J hélt tónleika í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda síðastliðið þriðjudagskvöld. Aðeins þrír meðlimir eru í sveitinni en Cameron Knight hefur komið fram með þeim á tónleikum að undanförnu. Upphitun var í höndum Samaris og stóðu þau sig með stakri prýði. Seiðandi söngur Jófríðar, draumkenndur klarinettleikur Áslaugar og rafmögnuð beat Þórðar bjuggu áhorfendur vel undir það sem var í vændum. Þetta er í annað skiptið sem Alt-J leikur á Íslandi þótt spurning sé hvort telja eigi hitt skiptið með. Áður en sveitin öðlaðist heimsfrægð léku meðlimir, klæddir í víkingabúning, á árshátíð rússnesks fjarskiptafyrirtækis sem haldin var hér á landi árið 2013. Tónleikarnir á þriðjudag voru hins vegar fyrsta skiptið sem sveitin leikur með sinni eigin uppsetningu og fyrir miðahafa hér á landi. Um 2.500 manns mættu í höllina til að hlusta á tónlist sveitarinnar. Á dagskránni voru lög af báðum plötum sveitarinnar. Framan af voru lögin af frumburðinum, An Awesome Wave, fyrirferðarmeiri en sá gripur hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun árið 2012. Eftir því sem leið á tónleikana fékk að heyrast meira af plötunni This Is All Yours sem kom út í fyrra. Tónlist Alt-J verður seint kölluð dansvæn og fá lög bjóða upp á að hægt sé að syngja mikið með þeim. Mörgum tókst þó að dilla sér og þar sem það var hægt tók salurinn vel undir. Má þarf nefna lögin Matilda (aðdáendur myndarinnar Leon: The Professional sungu sennilega mest með því) og Taro. Bretarnir stigu á svið korter yfir níu og af því tæpum áttatíu mínútum síðar. Er þeir voru klappaðir upp spiluðu þeir alls fjögur lög og enduðu á laginu Breezeblocks þar sem salurinn söng með „Please don't go, I love you so.“ Að tónleikunum loknum hugsaði undirritaður hvað honum hefði fundist og varð strax hugsað til orða lögfræðingsins Fletcher Reede, sem leikinn er af Jim Carrey, í kvikmyndinni Liar Liar. Hann liggur uppi í rúmi við hlið konu sem spyr hann hvort þetta hafi verið gott fyrir hann. Svarið var: „I've had better.“ Því er ekki hægt að neita að stemningin var góð, umgjörðin góð og frammistaða sveitarinnar var góð. Lykilorðið hér er lýsingarorðið góður. Það er erfitt að nota annað orð yfir þá en það. Ekkert lag vantaði á prógrammið en mögulega var nokkrum ofaukið. Þeir Joe, Thom, Gus og Cameron gerðu það sem þeir þurftu að gera en hvorki meira né minna en það. Ef þú misstir af þeim á þriðjudag, ert á leiðinni út í bráð og átt séns á að skreppa á tónleika sveitarinnar í leiðinni, endilega gerðu það. En ekki taka á þig mikinn krók til þess.Niðurstaða: Ef hægt væri að gefa í hálfum stjörnum hlytu Alt-J þrjár og hálfa fyrir frammistöðu sína. Þegar það er nauðsyn að lækka eða hækka um hálfa stjörnu er niðurstaðan þrjár stjörnur. Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Tónleikar Alt-J tónleikar Vodafonehöllin 2. júní Breska tríóið Alt-J hélt tónleika í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda síðastliðið þriðjudagskvöld. Aðeins þrír meðlimir eru í sveitinni en Cameron Knight hefur komið fram með þeim á tónleikum að undanförnu. Upphitun var í höndum Samaris og stóðu þau sig með stakri prýði. Seiðandi söngur Jófríðar, draumkenndur klarinettleikur Áslaugar og rafmögnuð beat Þórðar bjuggu áhorfendur vel undir það sem var í vændum. Þetta er í annað skiptið sem Alt-J leikur á Íslandi þótt spurning sé hvort telja eigi hitt skiptið með. Áður en sveitin öðlaðist heimsfrægð léku meðlimir, klæddir í víkingabúning, á árshátíð rússnesks fjarskiptafyrirtækis sem haldin var hér á landi árið 2013. Tónleikarnir á þriðjudag voru hins vegar fyrsta skiptið sem sveitin leikur með sinni eigin uppsetningu og fyrir miðahafa hér á landi. Um 2.500 manns mættu í höllina til að hlusta á tónlist sveitarinnar. Á dagskránni voru lög af báðum plötum sveitarinnar. Framan af voru lögin af frumburðinum, An Awesome Wave, fyrirferðarmeiri en sá gripur hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun árið 2012. Eftir því sem leið á tónleikana fékk að heyrast meira af plötunni This Is All Yours sem kom út í fyrra. Tónlist Alt-J verður seint kölluð dansvæn og fá lög bjóða upp á að hægt sé að syngja mikið með þeim. Mörgum tókst þó að dilla sér og þar sem það var hægt tók salurinn vel undir. Má þarf nefna lögin Matilda (aðdáendur myndarinnar Leon: The Professional sungu sennilega mest með því) og Taro. Bretarnir stigu á svið korter yfir níu og af því tæpum áttatíu mínútum síðar. Er þeir voru klappaðir upp spiluðu þeir alls fjögur lög og enduðu á laginu Breezeblocks þar sem salurinn söng með „Please don't go, I love you so.“ Að tónleikunum loknum hugsaði undirritaður hvað honum hefði fundist og varð strax hugsað til orða lögfræðingsins Fletcher Reede, sem leikinn er af Jim Carrey, í kvikmyndinni Liar Liar. Hann liggur uppi í rúmi við hlið konu sem spyr hann hvort þetta hafi verið gott fyrir hann. Svarið var: „I've had better.“ Því er ekki hægt að neita að stemningin var góð, umgjörðin góð og frammistaða sveitarinnar var góð. Lykilorðið hér er lýsingarorðið góður. Það er erfitt að nota annað orð yfir þá en það. Ekkert lag vantaði á prógrammið en mögulega var nokkrum ofaukið. Þeir Joe, Thom, Gus og Cameron gerðu það sem þeir þurftu að gera en hvorki meira né minna en það. Ef þú misstir af þeim á þriðjudag, ert á leiðinni út í bráð og átt séns á að skreppa á tónleika sveitarinnar í leiðinni, endilega gerðu það. En ekki taka á þig mikinn krók til þess.Niðurstaða: Ef hægt væri að gefa í hálfum stjörnum hlytu Alt-J þrjár og hálfa fyrir frammistöðu sína. Þegar það er nauðsyn að lækka eða hækka um hálfa stjörnu er niðurstaðan þrjár stjörnur.
Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira